Mál númer 202006341
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Erindi vegna framkvæmda við Álanesskóg innan friðlýsts svæðis við Álafoss og innan hverfisverndar Varmár, þar sem göngustígur verður lagfærður og aðgengi að skóginum bætt.
Afgreiðsla 210. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 25. júní 2020
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #210
Erindi vegna framkvæmda við Álanesskóg innan friðlýsts svæðis við Álafoss og innan hverfisverndar Varmár, þar sem göngustígur verður lagfærður og aðgengi að skóginum bætt.
Umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri kynntu tillögur að endurbótum á Álanesskógi og leiktækjum sem fyrirhugað er að ráðast í framkvæmdir við innan friðlands við Varmá.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við kynntar tillögur um endurbætur innan friðlandsins. Umhverfisnefnd er jákvæð gagnvart umræddum tillögum. - 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um umsögn vegna framkvæmda innan hverfisverndarsvæðis Varmár. Um er að ræða framkvæmdir við Álanesskóg innan friðlýsts svæðis við Álafoss og hverfisverndar. Göngustígur verður lagfærður og aðgengi að skóginum bætt.
Afgreiðsla 517. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #517
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um umsögn vegna framkvæmda innan hverfisverndarsvæðis Varmár. Um er að ræða framkvæmdir við Álanesskóg innan friðlýsts svæðis við Álafoss og hverfisverndar. Göngustígur verður lagfærður og aðgengi að skóginum bætt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda framkvæmd innan hverfisverndar.