Mál númer 202003237
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 517. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir Reykjahvol 4 yrði kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 25.06.2020 til 24.07.2020. Ein athugasemd barst frá Jónu Th. Viðarsdóttur, dags. 16.07.2020. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndar.
Afgreiðsla 520. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 765. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #520
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 517. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir Reykjahvol 4 yrði kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 25.06.2020 til 24.07.2020. Ein athugasemd barst frá Jónu Th. Viðarsdóttur, dags. 16.07.2020. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndar.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum. Deiliskipulag samþykkt og skal skipulagsfulltrúi annast gildistöku þess skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Lögð er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir Reykjahvol 4, áður Ása 6, í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi nr. 510.
Afgreiðsla 517. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #517
Lögð er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir Reykjahvol 4, áður Ása 6, í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi nr. 510.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.