Mál númer 202503144
- 19. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #868
Borist hefur erindi frá Þresti Sigurðssyni og Júlíönu Rannveigu Einarsdóttur, dags. 01.03.2025, með ósk um heimild til þess að rífa gróðurhús á landi L12758 við Suðurá og byggja þess í stað skemmu, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 627. fundar skipulagsnefndar staðfest á 868. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #627
Borist hefur erindi frá Þresti Sigurðssyni og Júlíönu Rannveigu Einarsdóttur, dags. 01.03.2025, með ósk um heimild til þess að rífa gróðurhús á landi L12758 við Suðurá og byggja þess í stað skemmu, í samræmi við gögn.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að byggingaráform skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.