Mál númer 202411195
- 14. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #627
Veðurstofa Íslands Bústaðavegi 9 Reykjavík sækir um leyfi til uppsetningar veðurathugunarstöðvar í samræmi við framlögð gögn. Veðurathugunarstöð verður staðsett á hluta lands í eigu Mosfellsbæjar, merkt landnúmer 197770. Landið er innan golfvallarins Hlíðarvallar.
Lagt fram.
- 28. febrúar 2025
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #542
Veðurstofa Íslands Bústaðavegi 9 Reykjavík sækir um leyfi til uppsetningar veðurathugunarstöðvar í samræmi við framlögð gögn. Veðurathugunarstöð verður staðsett á hluta lands í eigu Mosfellsbæjar, merkt landnúmer 197770. Landið er innan golfvallarins Hlíðarvallar.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Drög að samkomulagi við Veðurstofu Íslands um uppsetningu veðurmælingarstöðvar á Hlíðavelli lögð fyrir bæjarráð.
Afgreiðsla 1656. fundar bæjarráðs staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Beiðni um afnot af óskiptu landi til uppsetningar veðurathugunarmasturs.
Afgreiðsla 1657. fundar bæjarráðs staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1657
Beiðni um afnot af óskiptu landi til uppsetningar veðurathugunarmasturs.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag með fimm atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita það.
- 5. febrúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1656
Drög að samkomulagi við Veðurstofu Íslands um uppsetningu veðurmælingarstöðvar á Hlíðavelli lögð fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til formlegrar meðferðar í skipulagsnefnd.