Mál númer 202404514
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Borist hefur erindi frá Sveinbirni B. Nikulássyni, dags. 22.04.2024, með ósk um framkvæmdaleyfi og heimildir fyrir efnisflutninga innan akstursíþróttasvæðis Motomos við Leirvogsá austan Mosfells. Unnið verði að gerð brauta innan svæðisins og efni nýtt til að bæta öryggi ökumanna á brautarsvæði, auk þess á að slétta jarðveg undir fyrirhugaða barna og unglingabraut.
Afgreiðsla 611. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #611
Borist hefur erindi frá Sveinbirni B. Nikulássyni, dags. 22.04.2024, með ósk um framkvæmdaleyfi og heimildir fyrir efnisflutninga innan akstursíþróttasvæðis Motomos við Leirvogsá austan Mosfells. Unnið verði að gerð brauta innan svæðisins og efni nýtt til að bæta öryggi ökumanna á brautarsvæði, auk þess á að slétta jarðveg undir fyrirhugaða barna og unglingabraut.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimma atkvæðum heimild til lagfæringa á brautum og flutninga efnis innan svæðis á grundvelli á grundvelli skilgreindrar notkunar lands í Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, opið svæði til sérstakra nota; 227-Oí akstursíþróttasvæði. Skipulagsnefnd synjar efnisflutningum inn á svæði að svo stöddu.
Með vísan í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, teljast áform um lagfæringar brauta innan svæðis ekki leyfisskyldar þar sem um raskað land er að ræða.