Mál númer 202405167
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem barst frá, Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. landeiganda að Seljabrekku L123762. Tillagan felur í sér áform um aukið byggingarmagn, stækkun byggingarreita, stækkun athafnasvæðis og landmótun fyrir 8 m hljóðmön. Fyrirhuguð notkun er geymslubygging fyrir stálrör og fleira er tengist jarðborunum. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, á grannsvæði vatnsverndar. Tillagan kemur í kjölfar athugasemda byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa um óleyfisframkvæmdir, uppsöfnun lausafjármuna og frágang lands og lóðar, líkt og kynnt var á 608. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 611. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #611
Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem barst frá, Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. landeiganda að Seljabrekku L123762. Tillagan felur í sér áform um aukið byggingarmagn, stækkun byggingarreita, stækkun athafnasvæðis og landmótun fyrir 8 m hljóðmön. Fyrirhuguð notkun er geymslubygging fyrir stálrör og fleira er tengist jarðborunum. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, á grannsvæði vatnsverndar. Tillagan kemur í kjölfar athugasemda byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa um óleyfisframkvæmdir, uppsöfnun lausafjármuna og frágang lands og lóðar, líkt og kynnt var á 608. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við fyrirliggjandi erindi og tillögu. Skipulagsnefnd leggst gegn auknum umsvifum geymslubygginga og athafnarsvæðis að Seljabrekku á skilgreindu landbúnaðarsvæði innan vatnsverndar. Með vísan í athugasemdabréf byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa um óleyfisframkvæmdir og uppsöfnun lausafjármuna á landinu, gerir skipulagsnefnd samhljóma kröfu um úrbætur og tiltekt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögunni frá.