Mál númer 202402249
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Lagt er fram til kynningar erindisbréf skipulagsfulltrúa til Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins vegna hugmynda Mosfellsbæjar um mögulega stækkun athafnarsvæðis við Tungumela og Þingvallaveg, í samræmi við afgreiðslu á 606. fundi nefndarinnar. Í erindinu er fjallað um aðlögun svæðisskipulagsmarka við gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar en einnig um það með hvaða hætti Mosfellsbær hyggist undirbúa rýni, greiningu og gögn fyrir svæðisskipulagsbreytingu innan skipulagstímabils nýs aðalskipulags til 2040.
Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
***
Fundarhlé hófst kl. 18:12. Fundur hófst aftur kl. 18:19.***
Afgreiðsla 611. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. - 17. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #611
Lagt er fram til kynningar erindisbréf skipulagsfulltrúa til Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins vegna hugmynda Mosfellsbæjar um mögulega stækkun athafnarsvæðis við Tungumela og Þingvallaveg, í samræmi við afgreiðslu á 606. fundi nefndarinnar. Í erindinu er fjallað um aðlögun svæðisskipulagsmarka við gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar en einnig um það með hvaða hætti Mosfellsbær hyggist undirbúa rýni, greiningu og gögn fyrir svæðisskipulagsbreytingu innan skipulagstímabils nýs aðalskipulags til 2040.
Fulltrúar D lista í skipulagsnefnd eru fylgjandi því að sveitarfélög sem standa að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis skoði mögulegar breytingar á vaxtamörkum svæðisskipulags vegna uppbyggingar á þjónustu og athafnasvæðum með tilliti til breytinga sem stafa meðal annars af eldsumbrotum á Suðurnesjum.
Fulltrúar D lista telja að þau atvinnusvæði til uppbyggingar á verslun og þjónustu sem nú þegar eru á skipulagi, t.d. Blikastaðaland, Leirvogstungumelar o.fl. svæði dugi mjög vel til lengri tíma til uppbyggingar verslunar og þjónustu í Mosfellsbæ. Þess vegna eru áform um breytingu á landnotkun á óbyggðu landi ekki nauðsynleg heldur sé mikilvægt að hraða uppbyggingu á atvinnuhúsnæði á þegar skipulögðum svæðum eins og kostur er.
***
Fulltrúar B, S, C og L lista benda á að spurn eftir atvinnuhúsnæði hefur aukist undanfarið og tilgangur með því að skipuleggja land við Tungumela og Helgafellsás er að mæta henni til lengri tíma og bjóða uppá fjölbreyttar lóðir fyrir mismunandi atvinnustarfsemi. Einnig gefst tækifæri til þess að tengja saman Helgafellshverfi og Leirvogtungushverfi með hringtengingu án þess að þvera Vesturlandsveg.
***
Skipulagsnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að senda erindi og tilkynningu um áform Mosfellsbæjar að endurskoðun vaxtarmarka til umræðu í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. - 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Lögð er fram til kynningar og umræðu tillögudrög að breyttu aðalskipulagi fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Tungumela og Þingvallaveg. Breytingin felur í sér stækkun svæðis, nýjar vegtengingar og tilfærsla þéttbýlismarka utan um atvinnusvæðið.
Afgreiðsla 606. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #606
Lögð er fram til kynningar og umræðu tillögudrög að breyttu aðalskipulagi fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Tungumela og Þingvallaveg. Breytingin felur í sér stækkun svæðis, nýjar vegtengingar og tilfærsla þéttbýlismarka utan um atvinnusvæðið.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa ásamt ráðgjöfum að meta útfærslurnar út frá umhverfisþáttum og þörfum atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu sem og höfuðborgarsvæðinu öllu. Vinna skal drög að umfjöllun nýrra atvinnusvæða í tillögu nýs aðalskipulags og upplýsa svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins um frumstig áætlana um endurskoðun vaxtarmarka.