Mál númer 202304036
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti þann 26.04.2023 að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda tillögu að nýju deiliskipulagi frístundalóðar í landi Miðdals skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til að byggja eitt frístundahús allt að 200 m² á lóðinni. Tillagan var aðgengileg í Skipulagsgátt, vef Mosfellsbæjar, mos.is, og í þjónustuveri Mosfellsbæjar auk þess sem bréf voru send á aðliggjandi landeigendur. Athugasemdafrestur var frá 11.05.2023 til og með 25.06.2023. Umsagnir bárust frá Félagi landeigenda í nágrenni Selvatns, dags. 08.06.2023, Minjastofnun Íslands, dags. 13.06.2023, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 13.06.2023 og Landsneti, dags. 23.06.2023. Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörum og umsögnum athugasemda, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, auk uppfærðra uppdrátta í samræmi við innsendar ábendingar.
Afgreiðsla 593. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 832. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #593
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti þann 26.04.2023 að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda tillögu að nýju deiliskipulagi frístundalóðar í landi Miðdals skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til að byggja eitt frístundahús allt að 200 m² á lóðinni. Tillagan var aðgengileg í Skipulagsgátt, vef Mosfellsbæjar, mos.is, og í þjónustuveri Mosfellsbæjar auk þess sem bréf voru send á aðliggjandi landeigendur. Athugasemdafrestur var frá 11.05.2023 til og með 25.06.2023. Umsagnir bárust frá Félagi landeigenda í nágrenni Selvatns, dags. 08.06.2023, Minjastofnun Íslands, dags. 13.06.2023, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 13.06.2023 og Landsneti, dags. 23.06.2023. Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörum og umsögnum athugasemda, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, auk uppfærðra uppdrátta í samræmi við innsendar ábendingar.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna ásamt tillögu að svörun og umsögnum innsendra athugasemda, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalMinnisblað athugasemda og umsagnir - Frístundalóð í landi Miðdals L125371.pdfFylgiskjalMiddalur_125371_deiliskipulagsuppdráttur.pdfFylgiskjalUmsögn Félags landeigenda í nágrenni Selvatns 08.06.23.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ 13 júní 2023 - Frístundalóð í landi Miðdals L125371 - Hríshöfði.pdfFylgiskjalUmsögn LN - Dsk Landskiki L125371 úr landi Miðdals (1).pdfFylgiskjalUmsögn HEF.pdfFylgiskjalÚtsend bréf_kynning til nágranna.pdf
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að spildu L125371 í Miðdal, dags. 03.04.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundahús. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Hríshöfða, á 1,1 ha landi. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja þar eitt frístundahús allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma er um sameiginlega einkavegi er tengjast Nesjavallavegi um Lynghólsveg, vestan Dallands. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:500.
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #589
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að spildu L125371 í Miðdal, dags. 03.04.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundahús. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Hríshöfða, á 1,1 ha landi. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja þar eitt frístundahús allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma er um sameiginlega einkavegi er tengjast Nesjavallavegi um Lynghólsveg, vestan Dallands. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimm atkvæðum.