Mál númer 202304088
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Borist hefur erindi frá Svövu Björk Hjaltalín Jónsdóttur arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sölkugötu 11, dags. 10.04.2023, með ósk um breytingu á skilmálum skipulags fyrir lóðina. Óskað er eftir því að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0,45 í 0,50, um 44 m², og stækka byggingarreit um 65 cm til austurs.
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #589
Borist hefur erindi frá Svövu Björk Hjaltalín Jónsdóttur arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sölkugötu 11, dags. 10.04.2023, með ósk um breytingu á skilmálum skipulags fyrir lóðina. Óskað er eftir því að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0,45 í 0,50, um 44 m², og stækka byggingarreit um 65 cm til austurs.
Skipulagsnefnd samþykkir að óverulegt frávik skipulags, um aukna fermetra og stækkun á byggingarreit, skuli meðhöndlað í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umfang byggingar mun ekki breytast svo sýnilegt sé í götu en þess í stað hafi lóð sömu byggingarheimildir og aðliggjandi hús. Málsaðili skal greiða allan kostnað sem af breytingunni hlýst svo sem við gerð nýrra lóðarblaða og gatnagerðargjöld af viðbættum fermetrum. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.