Mál númer 202112006
- 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar. Máli frestað á síðasta fundi.
Afgreiðsla 1521. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. febrúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1521
Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar. Máli frestað á síðasta fundi.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins vekur athygli að gert er ráð fyrir talsverðri umfram þörf á húsnæði á næstu árum allt til ársins 2031 og sérstaklega hvað varðar félagslegt húsnæði og sértæk búsetuúrræði hér í Mosfellsbæ. Forsenda og markmið sveitarfélagsins í lóðamálum og uppbyggingu virðist byggja á Borgarlínu í óbyggðu Blikastaðalandi og frekari þéttingu byggðar. Einnig er áréttað að Mosfellsbær á lítið land en ekki sérstaklega tilgreint hve mikið land það er. Ekki er gerð lengri spá um lóðaframboð en út árið 2023 hér í Mosfellsbæ. Svo virðist sem þessi áætlun sýni fremur fram á skipulagðan skort og vænta má að þeim skorti verði mætt með byggð í útræstu votlendi við Blikastaði. Sökum þessa má sjá, að óbreyttu, fram á verulega verðhækkun á húsnæði verði ekki stefnt á að deiliskipuleggja meira land á höfuðborgarsvæðinu. Kjörið tækifæri er því að mæta slíku m.a. með uppbyggingu á öðrum svæðum bæjarins í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar.
Bókun D- og V-lista:
Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins er um eitthvað allt annað en þá stafrænu húsnæðisáætlun sem unnin hefur verið af starfmönnum Mosfellsbæjar. Mosfellsbær er það sveitarfélag sem boðið hefur upp á hlutfallslega langmesta framboð af lóðum af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og aðalskipulagið gerir ráð fyrir að bærinn geti stækkað verulega á næstu áratugum. Bæjarfulltrúar V- og D- lista vilja þakka starfsmönnum fyrir vel unna áætlun.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi drög að starfrænni húsnæðisáætlun. - 27. janúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1520
Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar.
Málinu er frestað til næsta fundar.