Mál númer 202106030
- 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bundins slitlags Hafravatnsvegar (431-01), frá Nesjavallaleið að Úlfarsfellsvegi. Meðfylgjandi er kynningarskýrsla framkvæmdarinnar ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu.
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. febrúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #558
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bundins slitlags Hafravatnsvegar (431-01), frá Nesjavallaleið að Úlfarsfellsvegi. Meðfylgjandi er kynningarskýrsla framkvæmdarinnar ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að fundin verði sameiginleg lausn á fyrirkomulagi og staðsetningu reiðstígs og hjólastígs í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Skipulagsnefnd felur jafnframt umhverfissviði að vera í samráði við Vegagerðina um það. Samþykkt með fimm atkvæðum.
- 16. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #785
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 31.05.2021, með ósk um umsögn við kynningarskýrslu á lagfæringum Hafravatnsvegar 431. Umsögn óskast í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsagnafrestur er til og með 15.06.2021.
Afgreiðsla 545. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 785. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. júní 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #545
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 31.05.2021, með ósk um umsögn við kynningarskýrslu á lagfæringum Hafravatnsvegar 431. Umsögn óskast í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsagnafrestur er til og með 15.06.2021.
Skipulagsnefnd fagnar framkvæmdum á Hafravatnsvegi. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnta skýrslu um lagfæringu Hafravatnsvegar eða þau atriði sem hún fjallar um og eru áætlanir í samræmi við Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030.
Um er að ræða enduruppbyggingu vegar sem kallar ekki á frekara rask. Lögð skal áhersla á vandaðan frágang og verklag innan náttúruverndarsvæðis Hafravatns. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar og skipulagsfulltrúi annast útgáfu framkvæmdaleyfis á síðari stigum máls í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.