Mál númer 202201208
- 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Tillaga að næstu skrefum varðandi nýtingu lóðar í Bjarkarholti.
Bókun C- og S-lista:
Það er jákvætt að skoða hvort byggja eigi menningarhús í Mosfellsbæ hvort sem ráðist verður í svo stóra fjárfestingu á næstunni eða ekki þá er ljóst að það er þörf á slíku húsi. Hins vegar er skrítið að dusta rykið af tólf ára gamalli tillögu að skoða hvort hún er nothæf eins og bæjarstjóra er falið að gera. Það væri nær að ef fara á í það að byggja menningarhús í Mosfellsbæ að það verði farið í samkeppni um hönnun þess sem byggir á þörfum ársins 2022 en ekki 2007 og skoða í samhengi við uppbyggingu Hlégarðs.***
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 27. janúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1520
Tillaga að næstu skrefum varðandi nýtingu lóðar í Bjarkarholti.
Bókun M-lista:
Fyrir mörgum árum var íbúum Mosfellsbæjar lofað að byggð yrði kirkja á lóð í Bjarkarholti og það kynnt sem loforð Sjálfstæðisflokksins. Má lesa um þetta loforð í grein bæjarstjóra Mosfellsbæjar og oddvita Sjálfstæðisflokksins sem birt var í Morgunblaðinu laugardaginn 27. maí 2006. Í þeirri grein var áréttað sérstaklega eftirfarandi: ,,Á stefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna fyrir komandi kosningar er að byggð verði kirkja í miðbæ Mosfellsbæjar". Í ljósi lélegrar fjárhagsstöðu sóknarinnar í bænum er nú tekin ný stefna varðandi þessa ákvörðun, í samráði við í sóknarnefndina, að byggja ekki kirkju.Bókun D- og V-lista:
Forsendur um nýtingu umræddar lóðar hafa breyst frá því áform um byggingu kirkju og menningarhúss voru uppi. Með þessu minnisblaði er því verið að bregðast við nýjum forsendum í málinu og kanna hvaða möguleikar eru til þess að halda áfram með áformin í breyttri mynd.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að hefja formlegt samtal við sóknarnefnd Lágafellssóknar og höfunda vinningstillögu um nýtingu lóðarinnar í samræmi við umfjöllun í fyrirliggjandi minnisblað.