Mál númer 202011122
- 25. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #772
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs - beiðni um umsögn fyrir 25. nóvember nk.
Bókun S-lista:
Eins og fram hefur komið hefur yfirstandandi COVID kreppa haft mikil áhrif á fjárhag sveitarfélaga og getu þeirra til að halda uppi nærþjónustu nema með niðurskurði eða aukinni lántöku. Ríkisvaldið hefur ekki stigið inn af þeim krafti sem nauðsynlegur er og ljóst að aðgerðir og viðbótarframlög ríkisins hingað til nægja ekki til að verja velferð almennings og skapa störf. Hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu unnið í samstarfi að því að þrýsta á ríkisvaldið í þessu máli og því við hæfi að bæjarráð hafi falið bæjarstjóra að ræða tillöguna á þeim vettvangi og að hann kynni bæjarráði niðurstöðu þeirrar umræðu.Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ vill árétta að þessi þingsályktunartillaga gengur út á að ríkið hendi inn fjárhagslegum björgunarhring m.a. til meirihlutans í Reykjavíkurborg þar sem útsvarsprósenta er í hæstu hæðum og borgin skuldum vafin vegna vinstrimennsku af versta tagi. Það vekur undrun að sveitarfélög, sem hafa ekki nýtt sér skattstofna sína lögum samkvæmt, kalli eftir fjármagni frá ríkinu sem hefur úr talsverðum erfiðum málum að ráða.
Afgreiðsla 1466. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 19. nóvember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1466
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs - beiðni um umsögn fyrir 25. nóvember nk.
Þingsályktunin lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða málið á vettvangi SSH.