Mál númer 202011155
- 25. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #772
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 12.11.2020, með ósk um umsögn um tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Athugasemdafrestur er til og með 02.12.2020.
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. nóvember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #528
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 12.11.2020, með ósk um umsögn um tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Athugasemdafrestur er til og með 02.12.2020.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við áætlun Landsnets að meta kosti L (loftlínukost) og J (jarðstrengskost). Skipulagsnefnd bendir á að kostur L er í samræmi við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar líkt og Búrfellslína 3b. Nefndin bendir á mikilvægi þess að huga að vatnsverndarsvæðum eins og fram kemur í tillögu, óhjákvæmilegt virðist þó að þvera vatnsverndina. Mosfellsbær gerir efnislega ekki athugasemdir við auglýsta tillögu að matsáætlun. Bæjarstjórn mun annast útgáfu framkvæmdaleyfis á seinni stigum í samræmi við 13.-15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.