Mál númer 201404361
- 2. júlí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #631
Lögð fram til kynningar áform um nýtingu Geldingatjarnar og umhverfis hennar í ferðaþjónustu.
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$$line$Tillögur M-lista Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$1) Til að bæta vinnubrögð við meðferð mála hjá Mosfellsbæ leggur fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar til að stofnaður verði starfshópur um lýðræðisumbætur og innleiðingu skilvirkra verkferla í stjórnkerfi Mosfellsbæjar sem í eru fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn, sbr. starfshópur um lýðræðisstefnu á síðasta kjörtímabili. $line$Starfshópurinn ráði tímabundið ópólitískan starfmann með yfirgripsmikla þekkingu á verkefnastjórnun, stjórnsýslu og lýðræðisumbótum á sveitarstjórnarstigi. $line$Hlutverk starfsmannsins væri að endurskoða verkferla í stjórnsýslunni í samstarfi við starfshópinn, sviðsstjóra og starfsmenn nefnda og ráða. Hans hlutverk væri einnig að aðstoða bæjarstjóra og starfsmenn við innleiðinguna.$line$Tilgangurinn með ráðningu starfsmanns er fyrst og fremst að tryggja að nefndir og ráð og starfsmenn þeirra séu ávallt vel upplýstir um það lagaumhverfi sem tekur til verkefnasviðs þeirra. Hlutverk starfsmanns væri auk þess að innleiða aðferðir til að bæta upplýsingastreymi til íbúa um viðfangsefni sveitarstjórnar, í takt við lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. $line$Í þeim tilgangi að kortleggja verkefnin verði starfshópurinn skipaður strax. Starfsmaður starfshópsins hefji hins vegar vinnu í upphafi næsta fjárhagsárs.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði og tveir sitja hjá.$line$$line$$line$2) Fulltrúi M-lista óskar eftir að erindið "nýting Geldingatjarnar fyrir ferðaþjónustu" verði tekið upp aftur og starfsemin stöðvuð þar til málið hefur fengið lögformlega meðferð sem felur í sér að leitað verði umsagna til þess bærra stofnana, s.s. Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar áður en erindið verður afgreitt úr bæjarráði og bæjarstjórn. $line$Þar sem um er að ræða helsta vatnsból sveitarfélagsins eru gífurlegir hagsmunir í húfi fyrir Mosfellinga í nútíð og framtíð og sú áhætta óverjandi að leyfa umferð vélbáta og ökutækja í grennd við Geldingatjörn og aðra starfsemi sem valdið getur mengun grunnvatns.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
- 26. júní 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #151
Lögð fram til kynningar áform um nýtingu Geldingatjarnar og umhverfis hennar í ferðaþjónustu.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar telur hugmynd að ferðaþjónustu af þessu tagi vera jákvæð en harmar að ekki hafi verið staðið rétt að framkvæmd gagnvart stjórnsýslu í upphafi. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að tilskilinna leyfa verði aflað.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Bókun fulltrúa M-lista "ibúahreyfingarinnar:
Fulltrúi M-lista Mosfellsbæjar lýsir furðu sinni á að bæjarráð Mosfellsbæjar skuli hafa samþykkt fyrirhugaðar framkvæmdir við Geldingatjörn og Köldukvísl án þess að hafa leitað eftir umsögn frá til þess bærum stofnunum á sviði náttúruverndar, s.s. Umhverfisstofnunar og Veiðimálastofnunar, ásamt umhverfisnefnd Mosfellsbæjar. Fulltrúi M-lista leggur til að óskað verði eftir greinargóðri lýsingu á starfseminni og umsögn framangreindra stofnana áður en framkvæmdir hefjast á svæðinu. Einnig að framvegis verði erindi afgreidd í réttri röð og í samræmi við lýðræðislega stjórnarhætti. - 21. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #627
Beiðni um nýtingu Geldingatjarnar og umhverfis hennar í ferðaþjónustu.
Afgreiðsla 1164. fundar bæjarráðs samþykkt á 627. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 8. maí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1164
Beiðni um nýtingu Geldingatjarnar og umhverfis hennar í ferðaþjónustu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemd við framkomna hugmynd og felur umhverfisstjóra umsjón málsins af hálfu Mosfellsbæjar.