Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201406251

  • 2. júlí 2014

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #631

    Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur bæj­ar­full­trúa þar sem hún legg­ur fram til­lögu um að áheyrn­ar­full­trú­ar í nefnd­um fái þókn­un fyr­ir störf sín líkt og að­r­ir full­trú­ar.

    Af­greiðslu 1170. fund­ar bæj­ar­ráðs vísað til bæj­ar­stjórn­ar til af­greiðslu.$line$$line$Sam­þykkt 1170. fund­ar bæj­ar­ráðs sem gerð var með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu um að áheyrn­ar­full­trú­um í nefnd­um, að bæj­ar­ráði frá­töldu, verði ekki greidd þókn­un fyr­ir störf sín borin upp og stað­fest með sex at­kvæð­um gegn þrem­ur at­kvæð­um.$line$$line$$line$Bók­un bæj­ar­full­trúa S-lista.$line$Bæj­ar­full­trú­ar S-lista telja rétt að áheyrn­ar­full­trú­ar fái greitt fyr­ir setu í nefnd­um Mos­fells­bæj­ar.$line$Það er til bóta fyr­ir lýð­ræð­is­lega um­ræðu að þeir stjórn­mála­flokk­ar sem ekki ná inn að­al­manni í nefnd­ir geti til­nefnt áheyrn­ar­full­trúa. Það trygg­ir að fleiri sjón­ar­mið heyr­ist og komi fram þar sem um­ræð­an á sér stað, þ.e. í nefnd­un­um. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir nefnd­ar­fundi er nauð­syn­leg­ur til að fund­ir verði mál­efna­leg­ir og ár­ang­urs­rík­ir og und­ir­byggi þann­ig lýð­ræð­is­lega ákvarð­ana­töku bæj­ar­full­trúa. Nefnda­störfin eru mik­il­væg und­ir­staða ákvarð­ana í bæj­ar­stjórn og eðli­legt að það mik­il­vægi end­ur­spegl­ist í því að all­ir þeir sem gefa sig að því sam­fé­lags­lega mik­il­væga starfi sem þar fer fram fái sann­gjarna þókn­un.$line$$line$Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir og Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son.$line$$line$$line$Bók­un M lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar$line$Full­trúi M lista lýs­ir yfir mikl­um von­brigð­um með að full­trú­ar D- og V-lista skuli ætla að standa í vegi fyr­ir að jafn­ræð­is sé gætt í launa­greiðsl­um til nefnd­ar­manna í sveit­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar. Vinnu­fram­lag, rétt­indi og skyld­ur áheyrn­ar­full­trúa eru þær sömu og ann­arra nefnd­ar­manna að und­an­skyld­um rétti til að greiða at­kvæði. Þessi lýð­ræð­is­lega að­gerð kost­ar bæj­ar­fé­lag­ið ekki mik­ið eða lík­lega um 900 þús­und á ári, auk launa­tengdra gjalda. Í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um er þess sér­stak­lega get­ið að sveit­ar­stjórn­um sé heim­ilt að greiða áheyrn­ar­full­trú­um laun og fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög sem hafa þann hátt­inn á.$line$Mos­fells­bær greið­ir bæj­ar­stjóra sín­um mjög góð laun og því ljóst að hjá D-lista ræð­ur bág­ur fjár­hag­ur sveit­ar­fé­lags­ins ekki för. Þessi ákvörð­un er held­ur ekki í neinu sam­ræmi við stefnu Vinstri grænna á landsvísu í jafn­ræð­is­mál­um. $line$Sigrún H. Páls­dótt­ir.

    • 26. júní 2014

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1170

      Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur bæj­ar­full­trúa þar sem hún legg­ur fram til­lögu um að áheyrn­ar­full­trú­ar í nefnd­um fái þókn­un fyr­ir störf sín líkt og að­r­ir full­trú­ar.

      Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu að áheyrn­ar­full­trú­um í nefnd­um, að bæj­ar­ráði frá­töldu, verði ekki greidd þókn­un fyr­ir störf sín.


      Bók­un áheyrn­ar­full­trúa M lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
      Bæj­ar­full­trúi M-lista harm­ar að full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar skuli ætla að við­halda þeirri mis­mun­un að áheyrn­ar­full­trú­ar fái ekki greidd laun fyr­ir sín störf í þágu sveit­ar­fé­lags­ins til jafns við að­al­menn og lýs­ir sér­stök­um von­brigð­um yfir því að full­trúi V-lista skuli taka und­ir gam­aldags sjón­ar­mið sem D-listi. Slíkt mis­rétti er tíma­skekkja í sveit­ar­stjórn sem gef­ur sig út fyr­ir að vinna á grund­velli lýð­ræð­is og jafn­ræð­is.
      Full­trúi M-lista lýs­ir einn­ig von­brigð­um sín­um yfir þeirri and­lýð­ræð­is­legu af­stöðu sem í þess­ari höfn­un felst og lít­ur á hana sem stað­fest­ingu á því að lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar verð­ur eft­ir sem áður orð­in tóm.
      Ef greiðsl­urn­ar eru bæj­ar­fé­lag­inu fjár­hags­lega of­viða bend­ir M-listi á að það mætti lækka laun ann­arra nefnd­ar­manna um það sem nem­ur greiðsl­um til áheyrn­ar­full­trúa M- og V-lista.

      Sigrún Páls­dótt­ir áheyrn­ar­full­trúi M-lista.