Mál númer 201406251
- 2. júlí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #631
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa þar sem hún leggur fram tillögu um að áheyrnarfulltrúar í nefndum fái þóknun fyrir störf sín líkt og aðrir fulltrúar.
Afgreiðslu 1170. fundar bæjarráðs vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.$line$$line$Samþykkt 1170. fundar bæjarráðs sem gerð var með tveimur atkvæðum gegn einu um að áheyrnarfulltrúum í nefndum, að bæjarráði frátöldu, verði ekki greidd þóknun fyrir störf sín borin upp og staðfest með sex atkvæðum gegn þremur atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa S-lista.$line$Bæjarfulltrúar S-lista telja rétt að áheyrnarfulltrúar fái greitt fyrir setu í nefndum Mosfellsbæjar.$line$Það er til bóta fyrir lýðræðislega umræðu að þeir stjórnmálaflokkar sem ekki ná inn aðalmanni í nefndir geti tilnefnt áheyrnarfulltrúa. Það tryggir að fleiri sjónarmið heyrist og komi fram þar sem umræðan á sér stað, þ.e. í nefndunum. Undirbúningur fyrir nefndarfundi er nauðsynlegur til að fundir verði málefnalegir og árangursríkir og undirbyggi þannig lýðræðislega ákvarðanatöku bæjarfulltrúa. Nefndastörfin eru mikilvæg undirstaða ákvarðana í bæjarstjórn og eðlilegt að það mikilvægi endurspeglist í því að allir þeir sem gefa sig að því samfélagslega mikilvæga starfi sem þar fer fram fái sanngjarna þóknun.$line$$line$Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Ingi Óskarsson.$line$$line$$line$Bókun M lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M lista lýsir yfir miklum vonbrigðum með að fulltrúar D- og V-lista skuli ætla að standa í vegi fyrir að jafnræðis sé gætt í launagreiðslum til nefndarmanna í sveitarstjórn Mosfellsbæjar. Vinnuframlag, réttindi og skyldur áheyrnarfulltrúa eru þær sömu og annarra nefndarmanna að undanskyldum rétti til að greiða atkvæði. Þessi lýðræðislega aðgerð kostar bæjarfélagið ekki mikið eða líklega um 900 þúsund á ári, auk launatengdra gjalda. Í sveitarstjórnarlögum er þess sérstaklega getið að sveitarstjórnum sé heimilt að greiða áheyrnarfulltrúum laun og fjölmörg sveitarfélög sem hafa þann háttinn á.$line$Mosfellsbær greiðir bæjarstjóra sínum mjög góð laun og því ljóst að hjá D-lista ræður bágur fjárhagur sveitarfélagsins ekki för. Þessi ákvörðun er heldur ekki í neinu samræmi við stefnu Vinstri grænna á landsvísu í jafnræðismálum. $line$Sigrún H. Pálsdóttir.
- 26. júní 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1170
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa þar sem hún leggur fram tillögu um að áheyrnarfulltrúar í nefndum fái þóknun fyrir störf sín líkt og aðrir fulltrúar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að áheyrnarfulltrúum í nefndum, að bæjarráði frátöldu, verði ekki greidd þóknun fyrir störf sín.
Bókun áheyrnarfulltrúa M lista Íbúahreyfingarinnar.
Bæjarfulltrúi M-lista harmar að fulltrúar D-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar skuli ætla að viðhalda þeirri mismunun að áheyrnarfulltrúar fái ekki greidd laun fyrir sín störf í þágu sveitarfélagsins til jafns við aðalmenn og lýsir sérstökum vonbrigðum yfir því að fulltrúi V-lista skuli taka undir gamaldags sjónarmið sem D-listi. Slíkt misrétti er tímaskekkja í sveitarstjórn sem gefur sig út fyrir að vinna á grundvelli lýðræðis og jafnræðis.
Fulltrúi M-lista lýsir einnig vonbrigðum sínum yfir þeirri andlýðræðislegu afstöðu sem í þessari höfnun felst og lítur á hana sem staðfestingu á því að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar verður eftir sem áður orðin tóm.
Ef greiðslurnar eru bæjarfélaginu fjárhagslega ofviða bendir M-listi á að það mætti lækka laun annarra nefndarmanna um það sem nemur greiðslum til áheyrnarfulltrúa M- og V-lista.Sigrún Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi M-lista.