Mál númer 201705111
- 31. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #696
Borist hefur erindi frá Ístaki dags. 9. maí 2017 varðandi viðbót við núverandi starfsmannabúðir að Bugðufljóti 21.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki ekki þá niðurstöðu skipulagsnefndar að heimila Ístaki að fjölga herbergjum í starfsmannabúðum við Bugðufljót um 44 en þau eru nú 88. Ástæðan er að Íbúahreyfingin telur að húsnæðið og ófrágengið umhverfi þess sé ómannúðlegt og fráleitt að Mosfellsbær hýsi slíka starfsemi.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 437. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 696. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista Íbúahreyfingarinnar.
- 26. maí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #437
Borist hefur erindi frá Ístaki dags. 9. maí 2017 varðandi viðbót við núverandi starfsmannabúðir að Bugðufljóti 21.
Skipulagsnefnd leggur til að heimiluð verði fjölgun rýma í starfsmannabúðum við Bugðufljót þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.