26. september 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1089201209007F
Fundargerð 1089. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 589. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Barrholt 23, beiðni um stækkun lóðar 201207092
Áður á dagskrá 584. fundar bæjarstjórnar þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin þar sem fram kemur að beiðni um stækkun lóðar var dregin til baka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1089. fundar bæjarráðs, að fallast á þá beiðni umsækjanda að draga umsóknina til baka, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.2. Biðlisti félagslegs leiguhúsnæði júní 2012 201205265
Minnisblað Unnar Erlu Þóroddsdóttur félagsráðgjafa til bæjarráðs varðandi leiguhúsnæði verður tengt síðar í dag eða á morgun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1089. fundar bæjarráðs, að fallast á tillögu fjölskyldusviðs um leigu á íbúð o.fl., samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.3. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá 201202172
Minnisblað umhverfissviðs verður tengt síðar í dag eða á morgun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1089. fundar bæjarráðs, að heimila umhverfissviði að fara í samningskaupaferli, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Árshlutareikningur SORPU bs., janúar - júní 2012 201209038
Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar - júní 2012 lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Árshlutareikningurinn var lagður fram á 1089. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
1.5. Bréf íbúa vegna mótorkrossbrautar 201209065
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1089. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.6. Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2012 201209068
Fjárlaganefnd Alþingis býður sveitarstjórnum og landshlutasamtökum til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1089. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að taka saman hugmyndir að málum sem taka mætti upp á fundi með fjárlaganefnd, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.7. Gæsluvöllurinn við Njarðarholt 201209078
Hulda Magnúsdóttir bendir í erindinu á slæma umgengni og ástand gæsluvallarins við Njarðarholt. Hjálagt er einnig minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs en þar kemur fram að þegar hefur verið brugðist við að hluta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1089. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara og greina frá úrbótum sem gerðar hafa verið á gæsluvellinum, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.8. Áskorun til eigenda Strætó bs. til endurskoðunar á stefnu 201209094
Erindi Stúdentaráðs varðandi nemakort Strætó bs. til uoolýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram á 1089. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
1.9. Umsagnarbeiðni um frumvarp til náttúrverndarlaga 201209125
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1089. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisnefndar, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1090201209013F
Fundargerð 1090. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 589. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2012 201206197
Dagskrá fjármálaráðstefnu lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið lagt fram á 1090. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
2.2. Búsetumál 201208331
Bæjarstjóri mun kynna málavöxtu á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið kynnt á 1090. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
2.3. Drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar 201209134
Velferðarráðuneytið sendir Mosfellsbæ til umsagnar drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1090. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Erindi FaMos varðandi umsókn um starfsstyrk 201209194
Með erindinu sækir FaMos um starfsstyrk til Mosfellsbæjar fyrir árið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1090. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Erindi Q-félags hinsegin stúdenta, beiðni um styrk 201209201
Q-félag hinsegin stúdenta óskar eftir því við Mosfellsbæ að bærinn styrki til fræðslustarfssemi/ bæklingagerðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1090. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.6. Útsending bæjarstjórnarfunda og aðgengi þeirra á vef Mosfellsbæjar 201209210
Erindisins er óskað á dagskrá að beiðni áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, Jóns Jósef Bjarnasonar, sem samkvæmt erindinu leggur til að að teknar verði upp myndupptökur af bæjarstjórnarfundum og að þær verðið síðan aðgengilegar á vefnum
bútaðar niður eftir dagskrárliðum bæjarstjórnarfunda.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1090. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að skoða kosti og galla fyrirkomulags á upptökum af fundum bæjarstjórnar, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 196201209004F
Fundargerð 196. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 589. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fræðsla um NPA 2012081633
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var kynnt á 196. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
3.2. Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA 201202104
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JJB, HS, JS og HP.$line$196. fundur fjölskyldunefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).$line$589. fundur bæjarstjórnar samþykkir með sjö atkvæðum reglur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).
3.3. Jafnréttisviðurkenning 2012 201209083
Kynning á niðurstöðu auglýsingar fer fram á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar fjölskyldunefndar, að fela jafnréttisfulltrúa að afla frekari upplýsinga um framkvæmd jafnréttismála hjá þeim tveimur aðilum sem tilnefndir eru, samþykkt á 588. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.4. Notendasamningar 201209062
Gögn í máli má sjá á 741. trúnaðarmálafundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
3.5. Búseta og vinna í Svíþjóð 201208331
Gögn í máli má sjá á 741. trúnaðarmálafundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
3.6. Notendasamningur uppsögn Heilsugæslu á samningi 2012081988
Gögn í máli má sjá á 741. trúnaðarmálafundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 196. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 271201209011F
Fundargerð 271. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 589. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Ungt fólk 2012, niðurstöður rannsóknar 201209097
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tók: HS.$line$Erindið var lagt fram á 271. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Ársskýrsla sálfræðiþjónustu 2011-2012 201209205
Á síðasta fundi var kynnt ársskýrsla fræðslusviðs í heild sinni, en nú er lögð fram skýrsla sálfræðiþjónustu, sem er hluti af sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins fyrir sl. skólaár.
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, BH, HP og HS.$line$Erindið var lagt fram á 271. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
4.3. Námstefna á Akureyri 201209013
Námsstefna 12. október á vegum Sambandsins og Skólastjórafélagsins, ber heitið Forysta til framtíðar. Hún er hugsuð fyrir sveitarstjórnarmenn og skólastjórnendur.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var kynnt á 271. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
4.4. Skólaakstur og almenningssamgöngur 201207112
Kynnt áætlun um skólaakstur 2012-13. Jafnframt fjallað um skólaakstur og almenningssamgöngur og hugmyndir um þróun þessarar þjónustu.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var kynnt á 271. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
4.5. Könnun sambandsins og FG á grundvelli bókunar 2 með kjarasamningi 201209199
Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram á 271. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
4.6. Skilgreining á skóladögum í grunnskólum - álit mennta- og menningarmálaráðuneytis 201209044
Lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram á 271. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 327201209010F
Fundargerð 327. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 589. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Framhald umræðu á 326. fundi um uppfærð tillögugögn að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem eru dagsett 31. ágúst 2012 og samanstanda af þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttum og greinargerð sem einnig inniheldur umhverfisskýrslu.
(Ath: Á fundargáttinni er tillaga Hönnu frá 326. fundi og tvær tillögur formanns að textum um íþróttamál og sorpförgunarsvæði.)Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: JS, JJB, BH, HSv, HP og HS.$line$$line$Tekin fyrir afgreiðsla 327. fundar Skipulagsnefndar á tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Tillögugögnin eru dagsett 31. ágúst 2012 og samanstanda af þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttum og greinargerð sem einnig inniheldur umhverfisskýrslu. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.$line$Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum á greinargerð sem ræddar voru á fundinum og send Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 3. mgr. 30. greinar.$line$$line$Tillaga skipulagsnefndar þess efnis að bæjarstjórn samþykki tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 með tilvitnuðum breytingum á greinargerð og hún verði Skipulagsstofnun, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar með sjö samhljóða atkvæðum.$line$$line$$line$Tillaga S- lista Samfylkingar.$line$Geri það að tillögu minni að unnin verði úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, fyrir þeim gerð skír grein og þau kortlögð. Jafnframt verði unnin/ tekin saman jafðfræðigrunnur fyrir sveitarfélagið. Að þessu verkefni loknu verði skoðað hvort niðurstöður þessarar vinnu hafi áhrif á landnotkun samkvæmt aðalskipulaginu. Þessi vinna mun síðan nýtast við næstu endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar.$line$Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingar.$line$$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga um að vísa tillöginni til skipulagsnefndar og umhverfissviðs til umsagnar og kostnaðargreiningar og umsögnin send bæjarráði.$line$Tillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.
5.2. Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli 201205160
Lagt fram bréf frá Kristjáni Erni Jónssyni fh. byggingarfélagsins Djúpár, dags. 28. júlí 2012, þar sem óskað er eftir að nefndin taki erindi um breytingu á húsinu úr tvíbýlishúsi í fjögurra íbúða hús fyrir á nýjan leik í ljósi röksemda sem settar eru fram í bréfinu. Frestað á 326. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindinu var frestað á 327. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Malarplan sunnan Þrastarhöfða, kvörtun 201109013
Gerð verður grein fyrir niðurstöðu viðræðna við landeigendur og fyrirhuguðum aðgerðum til að rýma planið, sbr. bókun á 306. fundi. Frestað á 326. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram á 327.fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Nýting opins svæðis í Tangahverfi 201208020
Lagt fram erindi Húseigendafélagsins dags. 31. júlí 2012, sem 1088. fundur bæjarráðs sendi skipulagsnefnd til kynningar. Í erindinu eru gerðar athugasemdir f.h. eigenda Borgartanga 5 við starfrækslu sparkvallar á opnu svæði sem liggur að lóð þeirra. Mælst er til þess að gerðar verði ráðstafanir til þess að hindra að svæðið verði notað sem sparkvöllur. Einnig lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra, tillögur umhverfissviðs að mismunandi útfærslum svæðisins og svarbréf framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til Húseigendafélagsins dags. 7.9.2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram á 327.fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
5.5. Áskorun um enduruppsetningu á fótboltamörkum í Brekkutanga 201207079
Lagt fram erindi Þórönnu Rósu Ólafsdóttur dags. 12.7.2012 f.h. hóps íbúa við Brekku- og Grundartanga ásamt undirskriftalistum, en 1088. fundur bæjarráðs sendi skipulagsnefnd málið til kynningar. Í erindinu er skorað á bæjaryfirvöld að setja aftur upp fótboltamörkin á leiksvæðinu í Brekkutanga. Einnig lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra, tillögur umhverfissviðs að mismunandi útfærslum svæðisins og svarbréf framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs dags. 7.9.2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram á 327.fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
5.6. Skráning umferðarslysa á Vesturlandsvegi og Þingvallavegi 2005-2011 201209202
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 4.9.2012 ásamt kortum sem sýna staðsetningu, fjölda og flokkun umferðaróhappa og slysa í bænum.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindinu var frestað á 327. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 216201209012F
Fundargerð 216. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 589. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Völuteigur 6 - Breyting á innra skipulagi 2012082037
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 589. fundi bæjarstjórnar.
6.2. Æsustaðavegur 6, umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús 201011207
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 216. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 589. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 172. fundar Strætó bs.201209200
Umræðu um fundargerð 172. fundar Strætó bs. er frestað.
8. Fundargerð 326. fundar Stjórnar skíðasvæðia höfuðborgarsvæðisins201209043
Umfjöllun um 326. fundargerð Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frestað á 588. fundi bæjarstjórnar þar sem undirgögn með fundargerðinni höfðu ekki borist.
Fundargerð 326. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 5. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis201209042
Umfjöllun um 5. fundargerð Heilbrigðiseftirlists Kjósarsvæðis frestað á 588. fundi bæjarstjórnar þar sem undirgögn með fundargerðinni höfðu ekki borist.
Fundargerð 5. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 799. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201209197
Til máls tóku: JJB, HSv, HS og JS.
Fundargerð 799. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
11. Kosning í nefndir201001507
Erindið á dagskrá að ósk bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks
Eftirfarandi tillaga koma fram um breytingu á varamanni í stjórn Sorpu bs.
Hafsteinn Pálsson verði varamaður í stjórn Sorpu bs. í stað Bryndísar Haraldsdóttur.
Fleiri tillögur komu ekki fram og var ofanskráð tillaga samþykkt samhljóða.