Mál númer 201209210
- 26. september 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #589
Erindisins er óskað á dagskrá að beiðni áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, Jóns Jósef Bjarnasonar, sem samkvæmt erindinu leggur til að að teknar verði upp myndupptökur af bæjarstjórnarfundum og að þær verðið síðan aðgengilegar á vefnum bútaðar niður eftir dagskrárliðum bæjarstjórnarfunda.
Afgreiðsla 1090. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að skoða kosti og galla fyrirkomulags á upptökum af fundum bæjarstjórnar, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. september 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1090
Erindisins er óskað á dagskrá að beiðni áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, Jóns Jósef Bjarnasonar, sem samkvæmt erindinu leggur til að að teknar verði upp myndupptökur af bæjarstjórnarfundum og að þær verðið síðan aðgengilegar á vefnum bútaðar niður eftir dagskrárliðum bæjarstjórnarfunda.
Til máls tóku: JJB, HSv, BH, KT og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að skoða kosti og galla fyrirkomulags á upptökum af fundum bæjarstjórnar.