Mál númer 201209078
- 26. september 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #589
Hulda Magnúsdóttir bendir í erindinu á slæma umgengni og ástand gæsluvallarins við Njarðarholt. Hjálagt er einnig minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs en þar kemur fram að þegar hefur verið brugðist við að hluta.
Afgreiðsla 1089. fundar bæjarráðs, að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara og greina frá úrbótum sem gerðar hafa verið á gæsluvellinum, samþykkt á 589. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. september 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1089
Hulda Magnúsdóttir bendir í erindinu á slæma umgengni og ástand gæsluvallarins við Njarðarholt. Hjálagt er einnig minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs en þar kemur fram að þegar hefur verið brugðist við að hluta.
Til máls tóku: HS, JJB, JBH, HSv, BH, KT og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara og greina frá þeim úrbótum sem gerðar hafa verið á gæsluvellinum.