Mál númer 2018084785
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Egil Árnason og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Afgreiðsla 1399. fundar bæjarráðs samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1399
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Egil Árnason og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Samþykkt með tveim atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Egil Árnason og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra að því gefnu að skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt. Fulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins leggur til að lokadrög að verksamningi, þrátt fyrir að frumdrög liggi fyrir í útboðsgöngum, liggi ávallt fyrir bæjarráðsfundum Mosfellsbæjar svo að skýrt og greinilega komi fram að um lokadrög séu að ræða. Með því má tryggja aukið gagnsæi varðandi vinnu við verkið og samningagerð. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá sökum þessa en er að öðru leyti ánægður með þessar framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar og fagnar þeim.Bókun V- og D-lista
Verksamningsdrög á grunni útboðsgagna liggja fyrir ásamt öllum tilboðstölum. Fulltrúar V og D lista telja rétt að veita umhverfissviði heimild til að ljúka málinu. - 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Frestað frá aíðasta fundi: Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gólfefnis í sölum 1-2 og leggja þar parket á fjaðrandi grind til samræmis við minnisblað Aftureldingar.
Afgreiðsla 1388. fundar bæjarráðs samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gólfefnis í sölum 1-2 og leggja þar parket á fjaðrandi grind til samræmis við minnisblað Aftureldingar.
Afgreiðsla 1387. fundar bæjarráðs samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. febrúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1388
Frestað frá aíðasta fundi: Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gólfefnis í sölum 1-2 og leggja þar parket á fjaðrandi grind til samræmis við minnisblað Aftureldingar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að auglýsa útboð á endurnýjun gólfefna á sölum 1-2 að Varmá. Gert er ráð fyrir þar verði gegnheilt parket á fjaðrandi grind í samræmi við minnisblað Aftureldingar.
- 21. febrúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1387
Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gólfefnis í sölum 1-2 og leggja þar parket á fjaðrandi grind til samræmis við minnisblað Aftureldingar.
Frestað þar sem fundartími var liðinn.
- 19. september 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #724
Mati á ástandi á gólfefna og undirlags í sölum 1, 2 og 3 í íþróttamiðstöðinni að Varmá auk kostnaðaráætlunar.
Afgreiðsla 1365. fundar bæjarráðs samþykkt á 724. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. september 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1365
Mati á ástandi á gólfefna og undirlags í sölum 1, 2 og 3 í íþróttamiðstöðinni að Varmá auk kostnaðaráætlunar.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1365. fundar bæjarráðs að fela umhverfissviði að vinna málið áfram á grundvelli þess sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði.