Mál númer 201804219
- 19. september 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #724
Beiðni um endurgreiðslu álagðra gatnagerðargjalda að hluta. Minnisblað skipulagsfulltrúa sem óskað var eftir í kjölfar minnisblaðs lögmanns.
Afgreiðsla 1365. fundar bæjarráðs samþykkt á 724. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. september 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1365
Beiðni um endurgreiðslu álagðra gatnagerðargjalda að hluta. Minnisblað skipulagsfulltrúa sem óskað var eftir í kjölfar minnisblaðs lögmanns.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1365. fundar bæjarráðs að fermetrafjöldi þess sumarhúss sem rifið var/verður að Skógum við Engjaveg 22 komi til lækkunar fermetrafjölda nýbyggingar á lóðinni við útreikning gatnagerðargjalda.
- 13. júní 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #719
Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda, Engjavegur 22
Afgreiðsla 1356. fundar bæjarráðs samþykkt á 719. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. júní 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1356
Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda, Engjavegur 22
Samþykkt með 3 atkvæðum 1356. fundar bæjarráðs að fela skipulagsfulltrúa að vinna greinargerð um það hvort sérstakar aðstæður séu fyrir hendi í skilningi 1. mgr. 6. gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjald og 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ með hliðsjón af deiliskipulagi á svæðinu og fyrirliggjandi minnisblaði.
- 2. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #716
Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda varðandi Engjaveg 22
Afgreiðsla 1351. fundar bæjarráðs samþykkt á 716. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. apríl 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1351
Ósk um endurgreiðslu ofgreiddra gatnagerðargjalda varðandi Engjaveg 22
Samþykkt með 3 atkvæðum að leita umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar um erindið.