Mál númer 201711019
- 19. september 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #724
Framhald erindis varðandi úrbætur við stoppistöð fyrir skólarútuna sem fer með börn úr Leirvogstunguhverfi. Staða framkvæmda í tengslum við fyrra erindi og skortur á gangbraut á svæðinu.
Afgreiðsla 1366. fundar bæjarráðs samþykkt á 724. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. september 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1366
Framhald erindis varðandi úrbætur við stoppistöð fyrir skólarútuna sem fer með börn úr Leirvogstunguhverfi. Staða framkvæmda í tengslum við fyrra erindi og skortur á gangbraut á svæðinu.
Bókun M-lista
Lýsing, til að tryggja öryggi íbúa í skammdeginu og þá sérstaklega barna, er ábótavant í Mosfellsbæ og hefur verið um langa hríð. Mikilvægt er að lýsing við stoppistöðvar séu í fullkomnu lagi og áréttað skal einnig af hálfu Miðflokksins að ekki enn er komin lýsing í Skeiðholtið þó svo að ljósastaurar séu löngu komnir upp eftir framkvæmdir, skammdegið löngu skollið á og skólar byrjaðir. Varðandi göngustíga og t.a.m. merkingar má einnig minnast á að í Helgafellshverfi er merkingum gangbrauta við göngustíga ábótavant. Þessi dráttur er meirihlutanum til vansa og leggur fulltrúi Miðflokksins áherslu á að hraðað verði að auka við lýsingu í Leirvogstungu, koma lýsingu á við Skeiðholt, merkja gangbrautir í Helgafellshverfi og bæta aðra lýsingu í bænum svo börn og aðrir gangandi vegfarendur í Mosfellsbæ sjáist í skammdeiginu sem nú er skollið á.Bókun V- og D- lista:
Fullrúar V- og D- lista benda á að breytingar varðandi stæði í Leirvogstungu sé þegar tilbúið og verða breytingar kynntar foreldrum og skólayfirvöldum á næstu dögum.
Lýsing í Skeiðholti er tilbúin og er beðið eftir tengingu frá Orku náttúrunnar.
Merkingar og gangbrautir í Helgafellshverfi eru í framkvæmd og verður lokið á haustmánuðum.Samþykkt með 3 atkvæðum 1366. fundar bæjarráðs að fela Umhverfissviði að svara erindinu og upplýsa um fyrirhugaðar framkvæmdir.
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Umbeðin umsögn frá framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umferðarráðgjafa um erindi vegna lýsingar við stoppistöð
Afgreiðsla 1332. fundar bæjarráðs samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Umbeðin umsögn frá framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umferðarráðgjafa um erindi vegna lýsingar við stoppistöð
Afgreiðsla 1333. fundar bæjarráðs samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1333
Umbeðin umsögn frá framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umferðarráðgjafa um erindi vegna lýsingar við stoppistöð
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs ræða hugmyndir að færslu biðstöðva í Leirvogstungu við íbúasamtök Leirvogstungu og í framhaldi fari málið til skipulagsnefndar.
- 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Afgreiðsla 1329. fundar bæjarráðs samþykkt á 705. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1329
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.