Mál númer 201805357
- 19. september 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #724
Óskað er heimildar bæjarráðs til samningagerðar við lægstbjóðanda að loknu útboði á gatnagerð fyrir 9 lóðir við Reykjahvol.
Afgreiðsla 1366. fundar bæjarráðs samþykkt á 724. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. september 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1366
Óskað er heimildar bæjarráðs til samningagerðar við lægstbjóðanda að loknu útboði á gatnagerð fyrir 9 lóðir við Reykjahvol.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1366. fundar bæjarráðs að heimila Umhverfissviði að ganga til samningagerðar við lægstbjóðanda í útboði á gatnagerð fyrir 9 lóðir við Reykjahvol sem var Steinmótun ehf.
- 22. ágúst 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #722
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út framkvæmdir við 3.áfanga gatnagerðar í Reykjahvol og Ásum vegna átta lóða. Samhliða gatnagerð er lagt til að rotþró verði aflögð og hverfið tengt fráveitukerfi Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1359. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 722. fundi bæjarstjórnar.
- 5. júlí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1359
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út framkvæmdir við 3.áfanga gatnagerðar í Reykjahvol og Ásum vegna átta lóða. Samhliða gatnagerð er lagt til að rotþró verði aflögð og hverfið tengt fráveitukerfi Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1359. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar að bjóða út framkvæmdir við 3.áfanga gatnagerðar í Reykjahvol og Ásum vegna átta lóða. Samhliða gatnagerð verði rotþró aflögð og hverfið tengt fráveitukerfi Mosfellsbæjar.