Mál númer 201105161
- 22. júní 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #561
560. fundur bæjarstjórnar vísar breytingu á gjaldskrá hitaveitu til annarrar og síðari umræðu á 561. fundi bæjarstjórnar. Áðurframlögð gögn gilda og er þau að finna á fundargátt.
Til máls tóku: KT, JS.
Fyrirliggjandi tillaga um breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar samþykkt með sjö aktvæðum.
- 8. júní 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #560
Bæjarráð hefur farið yfir gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar og samþykkt fyrir sitt leyti og vísar gjaldskránni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sbr. 21. grein í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa breytingu á gjaldskrá hitaveitu Mosfellsbæjar til annarrar umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 8. júní 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #560
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2011 var ákveðin gjaldskrárhækkun þann 1.7.2011. Hér fylgir greinargerð framkvæmdastjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra varðandi hækkunina.
<DIV>Afgreiðsla 1030. fundar bæjarráðs samþykkti að leggja til hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar. Vísað er til sérstakrar afgreiðslu þessa erindis á þessum 560. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 26. maí 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1030
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2011 var ákveðin gjaldskrárhækkun þann 1.7.2011. Hér fylgir greinargerð framkvæmdastjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra varðandi hækkunina.
Undir þessum dagskrárlið var mættur á fundinn Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, HSv og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hækka gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við framlagt minnisblað, en hækkunin tekur mið af ákvörðun í gildandi fjárhagsáætlun 2011 og þeirri breytingu sem varð nýlega á heildsöluverði á heitu vatni frá Orkuveitu Reykjavíkur.