Mál númer 201509430
- 7. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #657
Jón G Briem hrl. sækir 16. september 2015 f.h. landeigenda um stofnun lóðar, spildu 2, úr Geithálslandi skv. meðfylgjandi uppdrætti og gögnum. Stofnun lóðarinnar væri liður í því að leiðrétta ranglega tilgreind norðurmörk spildu 1, og myndi í framhaldi verða gert samrunaskjal og nýja spildan sameinuð spildu 1.
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #397
Jón G Briem hrl. sækir 16. september 2015 f.h. landeigenda um stofnun lóðar, spildu 2, úr Geithálslandi skv. meðfylgjandi uppdrætti og gögnum. Stofnun lóðarinnar væri liður í því að leiðrétta ranglega tilgreind norðurmörk spildu 1, og myndi í framhaldi verða gert samrunaskjal og nýja spildan sameinuð spildu 1.
Skipulagsnefnd fellst á stofnun umræddrar lóðar enda verði hún síðan sameinuð spildu 1, eins og rakið er í erindinu.