Mál númer 201509466
- 16. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #662
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 13.10.2015 með athugasemdafresti til 24.11.2015. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 402. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 662. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #402
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 13.10.2015 með athugasemdafresti til 24.11.2015. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar. Nefndin bendir þó á að yfirfara þarf hæðarsetningu bílastæða á skýringargögnum.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Skipulagsnefnd samþykkti 29. september 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísaði ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinganna til bæjarráðs. Um er að ræða fjölgun um þrjár íbúðir.
Afgreiðsla 1231. fundar bæjarráðs samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1231
Skipulagsnefnd samþykkti 29. september 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísaði ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinganna til bæjarráðs. Um er að ræða fjölgun um þrjár íbúðir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna viðbótaríbúða við Gerplustræti 7-11 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
- 7. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #657
Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa óskar 8. september eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum, þannig að íbúðum fjölgi úr 22 í 25 og ákvæði um bílastæði breytist til rýmkunar.
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #397
Oddur Víðisson arkitekt f.h. lóðarhafa óskar 8. september eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdráttum, þannig að íbúðum fjölgi úr 22 í 25 og ákvæði um bílastæði breytist til rýmkunar.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við ákv. 43. gr. skipulagslaga.
Ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinganna er vísað til bæjarráðs.