Mál númer 201509137
- 7. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #657
Lagt fram til upplýsinga
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar $line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar þakkar Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar fyrir vandaða skýrslu en bendir jafnframt á nauðsyn þess að árleg skýrsla um skólastarf síðasta árs sé líka notuð til að gera grein fyrir því sem þarf að laga s.s. stytta biðlista í nám í tónlistarskólanum, bæta mötuneytisaðstöðu og fá yfirsýn yfir raunverulega fjárþörf, aðbúnað o.s.frv. Vandamál leysast ekki af sjálfum sér og því mikilvægt að ræða þau í fræðslunefnd enda hlutverk hennar að sjá til þess að aðbúnaður skólanna sé í lagi. Í ljósi þess að það er lögbundin skylda fræðslunefndar "að staðfesta starfsáætlun skóla ár hvert" kallar Íbúahreyfingin eftir starfsáætlunum skólanna fyrir árið 2015-2016. $line$$line$Bókun V og D lista $line$Fulltrúar V og D lista þakka fyrir góða skýrslu frá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Skýrslan er góð yfirsýn yfir það mikla og góða starf sem unnið er í skólastofnunum bæjarins. Bæjarfulltrúar V og D-lista treysta fræðslunefnd og skólaskrifstofa til að fara með málefni skólanna og vekja á því athygli ef vísbendingar séu um að aðbúnaði sé ábótavant. Við bendum bæjarfulltrúa M-lista, sem jafnframt er varamaður í fræðslunefnd, á að lesa fundargerð fræðslunefndar nr. 305 frá 17. mars sl. er þar er fjallað um starfálætlanir grunnskóla áranna 2015-2017. Þar segir orðrétt í fundargerðinni "Skólastjórar grunnskólanna mættu á fundinn og kynntu starfsáætlanir skóla sinna fyrir næsta skólaár og helstu verkefni. Grunnskólarnir munu leggja sérstaka áherslu á lestur allra árganga næstu skólaár, í takti við Hveradalasáttmálann auk annarra átaks- og þróunarverkefna. Starfsáætlanirnar verða birtar á heimasíðum skólanna. Starfsáætlanirnar samþykktar með fimm atkvæðum."$line$$line$Afgreiðsla 311. fundar fræðslunefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #311
Lagt fram til upplýsinga
Ársskýrsla lögð fram.
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Lagt fram til upplýsinga
Afgreiðsla 310. fundar fræðslunefndar samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 15. september 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #310
Lagt fram til upplýsinga
Frestað.