9. ágúst 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 001201207007F
Fundargerð lögð fram til kynningar á 324. fundi skipulagsnefndar
2. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 213201207010F
Lagt fram til kynningar á 324. fundi skipulagsnefndar.
2.1. Roðamói 11, umsókn um byggingaleyfi 201206275
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreitt á 213. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
2.2. Umsókn um byggingaleyfi fyrir slökkvistöð 201206241
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreitt á 213. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 214201207013F
Lagt fram til kynningar á 324. fundi skipulsgsnefndar
3.1. Lækjarhlíð 1, Flutningur á færanlegum kennslustofum 201207141
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreitt á 214. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Almenn erindi
4. Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi201109449
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram umsögn stjórnar hestúsaeigendafélagsins, sbr bókun á 320. fundi. Frestað á 323. fundi.
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram umsögn stjórnar hesthúsaeigendafélagsins, sbr bókun á 320. fundi. Frestað á 323. fundi.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að breyta skilmálum um mænishæð og gerð og fjölda kvista, enda sé það sameiginleg ósk allra húsfélaganna.
Þá telur nefndin koma til greina að fallast á stækkun á byggingarreitum þannig að lengja megi húsin nr. 8 og 10 sem svarar fjarlægðinni að núverandi lóðarmörkum (3,9 m) með eftirfarandi skilyrðum:
Lóðirnar verði lengdar um 2 m og gata austan húsanna færð samsvarandi.
Áður en farið verði af stað með að breyta deiliskipulaginu verði gerð áætlun um kostnað við að framkvæma breytinguna.
Miðað verði við að bærinn annist nauðsynlegar framkvæmdir, en lóðarhafar beri af þeim allan kostnað.
Formleg breyting á lóðarmörkum skuli eigi sér stað samtímis fyrir allar lóðirnar og verklegar framkvæmdir vegna breytinganna verði í einum áfanga.
Húsfélög allra húsanna óski í sameiningu eftir breytingunni eftir að kostnaðaráætlun liggur fyrir og lýsi því yfir að þau muni bera af henni allan kostnað. (þ.m.t. við breytingar á skjölum/samningum).
Tillaga um þær breytingar sem húsfélögin óska eftir skv. framansögðu verði útfærð í samráði við skipulagsfulltrúa5. Skeljatangi 12, ósk um breytingu á deiliskipulagi (stækkun byggingarreits)201205039
Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi (stækkun byggingarreits) var grenndarkynnt 1. júní 2012 með bréfi til 7 aðila, sbr. bókun á 321. fundi. Athugasemdafrestur var til 2. júlí, engin athugasemd barst.
Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi (stækkun byggingarreits) var grenndarkynnt 1. júní 2012 með bréfi til 7 aðila, sbr. bókun á 321. fundi. Athugasemdafrestur var til 2. júlí, engin athugasemd barst.
Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi við umfjöllun málsins.
Nefndin samþykkir skipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.6. Byggðarholt 35, sólstofa og geymsla201204083
Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingum við húsið, þ.e. sólstofu og geymslu, var grenndarkynnt 13. júní 2012 með bréfi til 9 aðila, sbr. bókun á 320. fundi. Athugasemdafrestur var til 13. júlí, engin athugasemd barst.
Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingum við húsið, þ.e. sólstofu og geymslu, var grenndarkynnt 13. júní 2012 með bréfi til 9 aðila, sbr. bókun á 320. fundi. Athugasemdafrestur var til 13. júlí, engin athugasemd barst.
Nefndin mælir með því að byggingarleyfi verði veitt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.7. Frístundalóð nr. 125213, Miðdalslandi, fyrirspurn um deiliskipulag og byggingu frístundahúss201202400
Tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundalóða var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. maí 2012 með athugasemdafresti til 11. júlí 2012, sbr. bókun á 320. fundi. Engin athugasemd barst.
Tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundalóða var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. maí 2012 með athugasemdafresti til 11. júlí 2012, sbr. bókun á 320. fundi. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku þess.8. Jónstótt 123665: umsókn um breytingu á innra skipulagi201207062
Byggingafulltrúi óskar álits skipulagsnefndar á því hvort umsókn húseigenda um gistiheimili að Jónstótt geti samræmst leyfðri landnotkun og skipulagi á svæðinu.
Byggingafulltrúi óskar álits skipulagsnefndar á því hvort umsókn húseigenda um gistiheimili að Jónstótt geti samræmst leyfðri landnotkun og skipulagi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að málið verði grenndarkynnt.9. Ósk um að gata að Jónstótt fái heiti201206157
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 323. fundi. Gerð verður grein fyrir hugmyndum, sem uppi hafa verið um skipulag á svæðinu.
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 323. fundi. Gerð var grein fyrir hugmyndum sem uppi hafa verið um skipulag á svæðinu.
Sikpulagsnefnd gerir ekki athugasemd við uppsetningu skiltis í samráði við byggingafulltrúa en frestar afgreiðslu nafngiftar á aðkomuveg að Jónstótt og felur embættismönnum að afla nánari gagna í samræmi við umræður á fundinum.10. Litlikriki 3 og 5, umsókn um aukaíbúðir í parhúsum201205160
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 322. fundi. Lögð fram ný tillaga umsækjanda með nánari útfærslu.
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 322. fundi. Lögð fram ný gögn frá Teiknistofunni Kvarða sem sýna nánari útfærslu tillögunnar.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.11. Fjarskiptastöð Vodafone og Ríkisútvarps á Úlfarsfelli201106165
Gerð verður grein fyrir stöðu málsins, sbr. síðustu umfjöllun nefndarinnar á 322. fundi.
Gerð var grein fyrir stöðu málsins, sbr. síðustu umfjöllun nefndarinnar á 322. fundi.
Lagt fram.12. Í Þormóðsdalsl. lnr: 125611 - Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, stækkun á verönd og útgangi.201207119
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort umsókn um leyfi til að byggja við frístundahús, stækka verönd o.fl. geti samræmst skipulagi. (Ath: Frístundahúsið sem byggja á við er ekki á frístundasvæði skv. aðalskipulagi, en fær "bollu" utanum sig í till. að nýju saðalskipulagi. Húsið er nú 47,4 m2, áformuð stækkun er 20,3 m.)
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar til þess, hvort umsókn um leyfi til að byggja við frístundahús, stækka verönd o.fl. geti samræmst skipulagi.
Nefndin mælir gegn samþykkt erindisins þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi, en bendir á að í fyrirliggjandi drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi er gert ráð fyrir breytingu á skipulagslegri stöðu stakra frístundahúsa á opnum svæðum, sem mun gera samþykkt erindisins mögulega ef og þegar hún tekur gildi.13. Skólabraut 2-4, Umsókn um stöðuleyfi201208007
Sigurður Guðmundsson f.h. Mosfellsbæjar sækir 1. ágúst um stöðuleyfi til eins árs fyrir 4 húsgámum skv. meðf. teikningum við íþróttavöll að Varmá, í stað færanlegrar kennslustofu sem var á þessum stað og var nýtt fyrir íþróttastarf.
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar til umsóknar um stöðuleyfi fyrir fyrir gámahús við íþróttavöllinn að Varmá, í stað færanlegrar kennslustofu sem var á þessum stað og var nýtt fyrir íþróttastarf.
Frestað.14. Fyrirspurn um upplýsingarskilti við Helgafellsveg (áður: Álafossveg)201208017
Guðlaug Daðadóttir setur í tölvupósti 18.7.2012 fram nokkrar fyrirspurnir varðandi upplýsingaskilti og vegvísanir sem vísi á starfsemi í Álafosskvos, annars vegar við hrigtorg á Vesturlandsvegi við Varmá og hinsvegar við gatnamót Álafossvegar og Helgafellsvegar.
Guðlaug Daðadóttir setur í tölvupósti 18.7.2012 fram nokkrar fyrirspurnir varðandi upplýsingaskilti og vegvísanir sem vísi á starfsemi í Álafosskvos, annars vegar við hringtorg á Vesturlandsvegi við Varmá og hinsvegar við gatnamót Álafossvegar og Helgafellsvegar.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til skoðunar hjá formanni nefndarinnar og embættismönnum samanber bókun á 323. fundi varðandi upplýsingaskilti við Skarhólabraut.15. Framkvæmdir í Ævintýragarði201206253
Umræða um málefni Ævintýragarðs.
Umræða um málefni Ævintýragarðs.
Skipulagsnefnd óskar eftir greinargerð um framgang verkefnisins.