Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. ágúst 2012 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Fundargerðir til kynningar

  • 1. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 001201207007F

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar á 324. fundi skipu­lags­nefnd­ar

    • 2. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 213201207010F

      Lagt fram til kynn­ing­ar á 324. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

      • 2.1. Roða­mói 11, um­sókn um bygg­inga­leyfi 201206275

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greitt á 213. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa.

      • 2.2. Um­sókn um bygg­inga­leyfi fyr­ir slökkvistöð 201206241

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greitt á 213. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa.

      • 3. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 214201207013F

        Lagt fram til kynn­ing­ar á 324. fundi skipulsgs­nefnd­ar

        • 3.1. Lækj­ar­hlíð 1, Flutn­ing­ur á fær­an­leg­um kennslu­stof­um 201207141

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greitt á 214. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa.

        Almenn erindi

        • 4. Flugu­bakki 10 - Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi201109449

          Tekið fyrir að nýju. Lögð fram umsögn stjórnar hestúsaeigendafélagsins, sbr bókun á 320. fundi. Frestað á 323. fundi.

          Tek­ið fyr­ir að nýju. Lögð fram um­sögn stjórn­ar hest­húsa­eig­enda­fé­lags­ins, sbr bók­un á 320. fundi. Frestað á 323. fundi.
          Skipu­lags­nefnd tek­ur já­kvætt í að breyta skil­mál­um um mæn­is­hæð og gerð og fjölda kvista, enda sé það sam­eig­in­leg ósk allra hús­fé­lag­anna.
          Þá tel­ur nefnd­in koma til greina að fallast á stækk­un á bygg­ing­ar­reit­um þann­ig að lengja megi hús­in nr. 8 og 10 sem svar­ar fjar­lægð­inni að nú­ver­andi lóð­ar­mörk­um (3,9 m) með eft­ir­far­andi skil­yrð­um:
          Lóð­irn­ar verði lengd­ar um 2 m og gata aust­an hús­anna færð sam­svar­andi.
          Áður en far­ið verði af stað með að breyta deili­skipu­lag­inu verði gerð áætlun um kostn­að við að fram­kvæma breyt­ing­una.
          Mið­að verði við að bær­inn ann­ist nauð­syn­leg­ar fram­kvæmd­ir, en lóð­ar­haf­ar beri af þeim all­an kostn­að.
          Form­leg breyt­ing á lóð­ar­mörk­um skuli eigi sér stað sam­tím­is fyr­ir all­ar lóð­irn­ar og verk­leg­ar fram­kvæmd­ir vegna breyt­ing­anna verði í ein­um áfanga.
          Hús­fé­lög allra hús­anna óski í sam­ein­ingu eft­ir breyt­ing­unni eft­ir að kostn­að­ar­áætlun ligg­ur fyr­ir og lýsi því yfir að þau muni bera af henni all­an kostn­að. (þ.m.t. við breyt­ing­ar á skjöl­um/samn­ing­um).
          Til­laga um þær breyt­ing­ar sem hús­fé­lög­in óska eft­ir skv. fram­an­sögðu verði út­færð í sam­ráði við skipu­lags­full­trúa

          • 5. Skelja­tangi 12, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi (stækk­un bygg­ing­ar­reits)201205039

            Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi (stækkun byggingarreits) var grenndarkynnt 1. júní 2012 með bréfi til 7 aðila, sbr. bókun á 321. fundi. Athugasemdafrestur var til 2. júlí, engin athugasemd barst.

            Til­laga að óveru­legri breyt­ingu á deili­skipu­lagi (stækk­un bygg­ing­ar­reits) var grennd­arkynnt 1. júní 2012 með bréfi til 7 að­ila, sbr. bók­un á 321. fundi. At­huga­semda­frest­ur var til 2. júlí, eng­in at­huga­semd barst.
            Bryndís Har­alds­dótt­ir vék af fundi við um­fjöllun máls­ins.
            Nefnd­in sam­þykk­ir skipu­lags­breyt­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar.

            • 6. Byggð­ar­holt 35, sól­stofa og geymsla201204083

              Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingum við húsið, þ.e. sólstofu og geymslu, var grenndarkynnt 13. júní 2012 með bréfi til 9 aðila, sbr. bókun á 320. fundi. Athugasemdafrestur var til 13. júlí, engin athugasemd barst.

              Um­sókn um leyfi fyr­ir við­bygg­ing­um við hús­ið, þ.e. sól­stofu og geymslu, var grennd­arkynnt 13. júní 2012 með bréfi til 9 að­ila, sbr. bók­un á 320. fundi. At­huga­semda­frest­ur var til 13. júlí, eng­in at­huga­semd barst.
              Nefnd­in mæl­ir með því að bygg­ing­ar­leyfi verði veitt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

              • 7. Frí­stundalóð nr. 125213, Mið­dalslandi, fyr­ir­spurn um deili­skipu­lag og bygg­ingu frí­stunda­húss201202400

                Tillaga að deiliskipulagi tveggja frístundalóða var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. maí 2012 með athugasemdafresti til 11. júlí 2012, sbr. bókun á 320. fundi. Engin athugasemd barst.

                Til­laga að deili­skipu­lagi tveggja frí­stunda­lóða var aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga 30. maí 2012 með at­huga­semda­fresti til 11. júlí 2012, sbr. bók­un á 320. fundi. Eng­in at­huga­semd barst.
                Nefnd­in sam­þykk­ir deili­skipu­lag­ið og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku þess.

                • 8. Jón­st­ótt 123665: um­sókn um breyt­ingu á innra skipu­lagi201207062

                  Byggingafulltrúi óskar álits skipulagsnefndar á því hvort umsókn húseigenda um gistiheimili að Jónstótt geti samræmst leyfðri landnotkun og skipulagi á svæðinu.

                  Bygg­inga­full­trúi ósk­ar álits skipu­lags­nefnd­ar á því hvort um­sókn hús­eig­enda um gisti­heim­ili að Jón­st­ótt geti sam­ræmst leyfðri land­notk­un og skipu­lagi á svæð­inu.
                  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að mál­ið verði grennd­arkynnt.

                  • 9. Ósk um að gata að Jón­st­ótt fái heiti201206157

                    Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 323. fundi. Gerð verður grein fyrir hugmyndum, sem uppi hafa verið um skipulag á svæðinu.

                    Tek­ið fyr­ir að nýju, sbr. bók­un á 323. fundi. Gerð var grein fyr­ir hug­mynd­um sem uppi hafa ver­ið um skipu­lag á svæð­inu.
                    Sikpu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við upp­setn­ingu skilt­is í sam­ráði við bygg­inga­full­trúa en frest­ar af­greiðslu nafn­gift­ar á að­komu­veg að Jón­st­ótt og fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að afla nán­ari gagna í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

                    • 10. Litlikriki 3 og 5, um­sókn um auka­í­búð­ir í par­hús­um201205160

                      Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 322. fundi. Lögð fram ný tillaga umsækjanda með nánari útfærslu.

                      Tek­ið fyr­ir að nýju, sbr. bók­un á 322. fundi. Lögð fram ný gögn frá Teikni­stof­unni Kvarða sem sýna nán­ari út­færslu til­lög­unn­ar.
                      Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu.

                      • 11. Fjar­skipta­stöð Voda­fone og Rík­is­út­varps á Úlfars­felli201106165

                        Gerð verður grein fyrir stöðu málsins, sbr. síðustu umfjöllun nefndarinnar á 322. fundi.

                        Gerð var grein fyr­ir stöðu máls­ins, sbr. síð­ustu um­fjöllun nefnd­ar­inn­ar á 322. fundi.
                        Lagt fram.

                        • 12. Í Þor­móðs­dalsl. lnr: 125611 - Bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir við­bygg­ingu, stækk­un á ver­önd og út­gangi.201207119

                          Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort umsókn um leyfi til að byggja við frístundahús, stækka verönd o.fl. geti samræmst skipulagi. (Ath: Frístundahúsið sem byggja á við er ekki á frístundasvæði skv. aðalskipulagi, en fær "bollu" utanum sig í till. að nýju saðalskipulagi. Húsið er nú 47,4 m2, áformuð stækkun er 20,3 m.)

                          Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir af­stöðu nefnd­ar­inn­ar til þess, hvort um­sókn um leyfi til að byggja við frí­stunda­hús, stækka ver­önd o.fl. geti sam­ræmst skipu­lagi.
                          Nefnd­in mæl­ir gegn sam­þykkt er­ind­is­ins þar sem það sam­ræm­ist ekki gild­andi að­al­skipu­lagi, en bend­ir á að í fyr­ir­liggj­andi drög­um að end­ur­skoð­uðu að­al­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir breyt­ingu á skipu­lags­legri stöðu stakra frí­stunda­húsa á opn­um svæð­um, sem mun gera sam­þykkt er­ind­is­ins mögu­lega ef og þeg­ar hún tek­ur gildi.

                          • 13. Skóla­braut 2-4, Um­sókn um stöðu­leyfi201208007

                            Sigurður Guðmundsson f.h. Mosfellsbæjar sækir 1. ágúst um stöðuleyfi til eins árs fyrir 4 húsgámum skv. meðf. teikningum við íþróttavöll að Varmá, í stað færanlegrar kennslustofu sem var á þessum stað og var nýtt fyrir íþróttastarf.

                            Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir af­stöðu nefnd­ar­inn­ar til um­sókn­ar um stöðu­leyfi fyr­ir fyr­ir gáma­hús við íþrótta­völl­inn að Varmá, í stað fær­an­legr­ar kennslu­stofu sem var á þess­um stað og var nýtt fyr­ir íþrótt­ast­arf.
                            Frestað.

                            • 14. Fyr­ir­spurn um upp­lýs­ing­ar­skilti við Helga­fells­veg (áður: Ála­fossveg)201208017

                              Guðlaug Daðadóttir setur í tölvupósti 18.7.2012 fram nokkrar fyrirspurnir varðandi upplýsingaskilti og vegvísanir sem vísi á starfsemi í Álafosskvos, annars vegar við hrigtorg á Vesturlandsvegi við Varmá og hinsvegar við gatnamót Álafossvegar og Helgafellsvegar.

                              Guð­laug Daða­dótt­ir set­ur í tölvu­pósti 18.7.2012 fram nokkr­ar fyr­ir­spurn­ir varð­andi upp­lýs­inga­skilti og veg­vís­an­ir sem vísi á starf­semi í Ála­fosskvos, ann­ars veg­ar við hringtorg á Vest­ur­lands­vegi við Varmá og hins­veg­ar við gatna­mót Ála­foss­veg­ar og Helga­fells­veg­ar.
                              Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til skoð­un­ar hjá formanni nefnd­ar­inn­ar og emb­ætt­is­mönn­um sam­an­ber bók­un á 323. fundi varð­andi upp­lýs­inga­skilti við Skar­hóla­braut.

                              • 15. Fram­kvæmd­ir í Æv­in­týragarði201206253

                                Umræða um málefni Ævintýragarðs.

                                Um­ræða um mál­efni Æv­in­týragarðs.
                                Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir grein­ar­gerð um fram­gang verk­efn­is­ins.

                                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00