Mál númer 201208007
- 12. september 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #588
Afgreiðsla 215. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 588. fundi bæjarstjórnar.
- 4. september 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #326
Afgreitt á 215. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
- 29. ágúst 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #587
Tekið fyrir að nýju og lögð fram ný teikning ásamt minnisblaði Láru Drafnar Gunnarsdóttur arkitekt. Frestað á 324. fundi.
Afgreiðsla 325. fundar skipulagsnefndar, að gera ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis, samþykkt á 587. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Til máls tóku: JJB, HSv, BH, KT, HP, KGÞ og JS.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin fordæmir framgang bæjarstjóra í þessu máli og óskar eftir skýringu hans og afsökunarbeiðni á því að hafa vísvitandi gengið gegn rökstuddri ákvörðun nefndarinnar.$line$Þá er einnig óskað eftir afsökunarbeiðni bæjarstjóra á því að hafa komið í lok 324. fundar nefndarinnar og sýnt henni þá lítilsvirðingu að tilkynna henni að honum varði ekkert um samþykktir nefndarinnar og muni framkvæma þetta í trássi við hana.$line$ $line$Íbúahreyfingin hvetur meirihlutann til þess að virða lög og lýðræðisleg vinnubrögð.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi.$line$$line$$line$Bókun D og V lista.$line$Bæjarfulltrúar D og V lista fagna því að nýtt húsnæði við Varmárvöll sem kom í stað fyrri aðstöðu sem var á sama stað hafi komist í notkun í tæka tíð fyrir heimaleik meistaraflokks karla í Aftureldingu með samþykki eftirlitsmanns KSÍ. Að öðru leyti er vísað til skýringa og upplýsinga sem fram hafa komið hér á undan.
- 28. ágúst 2012
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #215
Þorgeir Þorgeirsson fh. Mosfellsbæjar sækir um stöðuleyfi fyrir 54 m2 gámahús á lóðinni nr. 2-4 við Skólabraut samkvæmt framlögðum gögnum.
Um er að ræða aðstöðuhús vegna starfsemi Aftureldingar í stað áðursamþykkts húss sem nú hefur verið fjarlægt.
Stöðuleyfi samþykkt í eitt ár. - 21. ágúst 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #325
Tekið fyrir að nýju og lögð fram ný teikning ásamt minnisblaði Láru Drafnar Gunnarsdóttur arkitekt. Frestað á 324. fundi.
Tekið fyrir að nýju, lögð fram ný teikning ásamt minnisblaði Láru Drafnar Gunnarsdóttur arkitekts. Frestað á 324. fundi.
Nefndin samþykkir að gera ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar þau vinnubrögð sem höfð hafa verið í þessu máli. Bæjaryfirvöld fóru ekki eftir þeim lögum og reglum sem bæjarfélagið ætlast til að bæjarbúar fari eftir og gerir ítarlegar kröfur um að séu uppfylltar af öllum sem framkvæma innan ramma skipulags- og byggingarmála. Þar af leiðandi eru vinnubrögðin af hálfu bæjaryfirvalda í þessu máli óásættanleg og skipulagsnefnd, embættismönnum og bæjarstjóra til skammar.
Fulltrúar V og D lista taka undir það að undirbúningi bæjarins varðandi þetta mál hafi verið ábótavant, ákveðnar upplýsingar skorti sem nú liggja fyrir. - 15. ágúst 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #586
Sigurður Guðmundsson f.h. Mosfellsbæjar sækir 1. ágúst um stöðuleyfi til eins árs fyrir 4 húsgámum skv. meðf. teikningum við íþróttavöll að Varmá, í stað færanlegrar kennslustofu sem var á þessum stað og var nýtt fyrir íþróttastarf.
Erindiðu var frestað á 324. fundi skipulagsnefndar. Frestða á 585. fundi bæjarstjórnar.
- 9. ágúst 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #324
Sigurður Guðmundsson f.h. Mosfellsbæjar sækir 1. ágúst um stöðuleyfi til eins árs fyrir 4 húsgámum skv. meðf. teikningum við íþróttavöll að Varmá, í stað færanlegrar kennslustofu sem var á þessum stað og var nýtt fyrir íþróttastarf.
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar til umsóknar um stöðuleyfi fyrir fyrir gámahús við íþróttavöllinn að Varmá, í stað færanlegrar kennslustofu sem var á þessum stað og var nýtt fyrir íþróttastarf.
Frestað.