14. maí 2024 kl. 16:00,
Hlégarði
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Auður Halldórsdóttir ritari
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Tillaga formanns um að færa dagskrárlið 8, opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar 2023, fremst í dagskrá fundarins samþykkt.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar 2023202309453
Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs kynnir samantekt á helstu niðurstöður umræðna á opnum fundi menningar- og lýðræðisnefndar sem haldinn var í Hlégarði 28. nóvember 2023.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar sviðsstjóra MÍL fyrir kynninguna og samþykkir að fela starfsmönnum sviðsins að undirbúa tillögu um endurskoðun á menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Gestir
- Hilmar Gunnarsson
2. Hlégarður starfsemi 2024202405121
Lagt fram minnisblað sviðstjóra MÍL um starfsemi félagsheimilisins Hlégarðs það sem af er ári 2024. Hilmar Gunnarsson verkefnastjóri Hlégarðs kemur á fundinn.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar sviðsstjóra MÍL og Hilmari Gunnarssyni fyrir kynningu á starfsemi Hlégarðs og fagnar því hversu vel hefur tekist til að glæða Hlégarð lífi frá því hann var tekinn heim.
Gestir
- Hilmar Gunnarsson
3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Endurskoðun á reglum202404130
Tillaga að endurskoðuðum reglum um val á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar lögð fram.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að endurskoðuðum reglum um val á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar.
4. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024202405086
Lagt er til að auglýst verði eftir tillögum um útnefningu bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2024.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir að auglýst verði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2024 og að frestur til að tilnefna verði veittur til 11. ágúst.
5. Úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarmála. Endurskoðun á reglum202404124
Kl 18:08 víkur Kristján Erling Jónsson af fundi.Tillaga að endurskoðuðum reglum um úthlutun fjárframlaga til menningarmála lögð fram.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að reglum um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarmála.
6. Vinabæjaráðstefna í Uddevalla í september 2024202405089
Kynning á vinabæjasamstarfi Mosfellsbæjar og vinabæjaráðstefnu í Uddevalla 17.-20. september 2024.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar Auði Halldórsdóttur fyrir hennar yfirferð yfir vinabæjasamstarfið.
7. Starfshópur um kaup á listaverkum202311073
Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs um skipun innkaupanefndar um listaverkakaup.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að innkaupanefnd um listaverk skipi Hrafnhildur Gísladóttir formaður menningar- og lýðræðisnefndar, Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála og Margrét Úrsúla Ólafsdóttir Hauth umsjónarmaður Listasalar Mosfellsbæjar.
8. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Lögð fram til umræðu drög að framkvæmdaáætlun lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar fyrir árin 2024-2027.
Drög að framkvæmdaáætlun rædd. Ákveðið að halda sérstakan vinnufund til að fara yfir lýðræðisstefnuna og framkvæmdaáætlun hennar.