Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. nóvember 2023 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

 • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
 • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varamaður
 • Helga Möller (HM) aðalmaður
 • Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
 • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
 • Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
 • Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
 • Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Starfs­hóp­ur um kaup á lista­verk­um202311073

  Lögð fram tillaga um myndun starfshóps um innkaup á listaverkum fyrir Mosfellsbæ.

  Lögð fram svohljóð­andi til­laga for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála um mynd­un starfs­hóps um inn­kaup á lista­verk­um fyr­ir Mos­fells­bæ:

  Lagt er til að þriggja manna starfs­hóp­ur ann­ist mat og gerð til­lögu um kaup á lista­verk­um fyr­ir
  Mos­fells­bæ. Lagt er til að starfs­hóp­ur­inn hafi til um­ráða 500.000 kr. ár­lega og greið­ist sú upp­hæð úr lista- og menn­ing­ar­sjóði.

  Til­lög­unni fylgdi grein­ar­gerð.

  Til­laga sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um. Helga Möl­ler full­trúi D-lista Sjálf­stæð­is­flokks sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

 • 2. Hlé­garð­ur starf­semi 2023202311084

  Umræður um starfsemi í félagsheimilinu Hlégarði frá mars 2023.

  Fram fara um­ræð­ur um starf­semi í fé­lags­heim­il­inu Hlé­garði frá mars 2023. Hilm­ar Gunn­ars­son verk­efna­stjóri Hlé­garðs mæt­ir á fund­inn.

  Gestir
  • Hilmar Gunnarsson
 • 3. Op­inn fund­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar 2023202309453

  Umræður um opinn fund nefndarinnar í Hlégarði 28. nóvember. Drög að auglýsingu lögð fram.

  Fram fara um­ræð­ur um op­inn fund menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar í Hlé­garði 28. nóv­em­ber nk.

  • 4. Styrk­beiðni - Diddú og dreng­irn­ir202311052

   Lögð fram styrkbeiðni Þorkels Jóelssonar vegna tónleika Diddúar og drengjanna.

   Frest­ur til að sækja um styrk úr lista- og menn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar rann út 1. mars sl. Ekki er unnt að verða við styrk­beiðni Þor­kels Jó­els­son­ar vegna tón­leika Diddú­ar og drengj­anna.

  • 5. Funda­dagskrá 2024202311032

   Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi menningar- og lýðræðisnefndar á árinu 2024.

   Lagt fram yf­ir­lit yfir fyr­ir­hug­aða fundi menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar á ár­inu 2024.
   Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 6. Við­burð­ir í að­drag­anda jóla og þrett­ánd­inn202311085

   Kynning á viðburðum á vegum Mosfellsbæjar í aðdraganda jóla, áramót og þrettándinn.

   For­stöðu­mað­ur menn­ing­ar­mála kynn­ir við­burði á veg­um Mos­fells­bæj­ar í að­drag­anda jóla, um ára­mót og á þrett­ánda.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:33