9. nóvember 2023 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varamaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfshópur um kaup á listaverkum202311073
Lögð fram tillaga um myndun starfshóps um innkaup á listaverkum fyrir Mosfellsbæ.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála um myndun starfshóps um innkaup á listaverkum fyrir Mosfellsbæ:
Lagt er til að þriggja manna starfshópur annist mat og gerð tillögu um kaup á listaverkum fyrir
Mosfellsbæ. Lagt er til að starfshópurinn hafi til umráða 500.000 kr. árlega og greiðist sú upphæð úr lista- og menningarsjóði.Tillögunni fylgdi greinargerð.
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum. Helga Möller fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.
2. Hlégarður starfsemi 2023202311084
Umræður um starfsemi í félagsheimilinu Hlégarði frá mars 2023.
Fram fara umræður um starfsemi í félagsheimilinu Hlégarði frá mars 2023. Hilmar Gunnarsson verkefnastjóri Hlégarðs mætir á fundinn.
Gestir
- Hilmar Gunnarsson
3. Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar 2023202309453
Umræður um opinn fund nefndarinnar í Hlégarði 28. nóvember. Drög að auglýsingu lögð fram.
Fram fara umræður um opinn fund menningar- og lýðræðisnefndar í Hlégarði 28. nóvember nk.
4. Styrkbeiðni - Diddú og drengirnir202311052
Lögð fram styrkbeiðni Þorkels Jóelssonar vegna tónleika Diddúar og drengjanna.
Frestur til að sækja um styrk úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar rann út 1. mars sl. Ekki er unnt að verða við styrkbeiðni Þorkels Jóelssonar vegna tónleika Diddúar og drengjanna.
5. Fundadagskrá 2024202311032
Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi menningar- og lýðræðisnefndar á árinu 2024.
Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaða fundi menningar- og lýðræðisnefndar á árinu 2024.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Viðburðir í aðdraganda jóla og þrettándinn202311085
Kynning á viðburðum á vegum Mosfellsbæjar í aðdraganda jóla, áramót og þrettándinn.
Forstöðumaður menningarmála kynnir viðburði á vegum Mosfellsbæjar í aðdraganda jóla, um áramót og á þrettánda.