7. maí 2024 kl. 16:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) áheyrnarfulltrúi
- Helga Möller (HM) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins - verkefni Mosfellsbæjar 2024202312146
Kynning frá Dóru Lind Pálmarsdóttur leiðtoga umhverfis og framkvæmda á verkefnum Mosfellsbæjar í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2024
Nefndin þakkar Dóru Lind Pálmarsdóttur leiðtoga umhverfis og framkvæmda fyrir góða kynningu á verkefnum Mosfellsbæjar í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins. Þessi yfirferð mun styðja nefndina í að velja þau verkefni sem sótt verður um í Uppbyggingarsjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025.
Gestir
- Dóra Lind Pálmarsdóttir
2. Umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024202310341
Yfirferð yfir styrkveitingar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2024. https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/island-saekjum-thad-heim-5387-milljonir-krona-til-uppbyggingu-ferdamannastada-a-landsvisu
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir yfir vonbrigðum með að Mosfellsbær hafi ekki hlotið styrk úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024 en sótt var um hönnun og undirbúning fyrir baðaðstöðu við Hafravatn og viðhald og uppbyggingu á Útivistarsvæðinu við Hamrahlíð við Úlfarsfell. Sömuleiðis lýsir nefndin yfir vonbrigðum með að svo fá verkefni þeirra sveitarfélaga sem heyra undir Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins hafi hlotið styrk en einungs um 4,4% af styrkfénu rann til höfuðborgarsvæðisins.
3. Fab Lab smiðja í Mosfellsbæ202206539
Kynning frá Páli Ásgeiri Torfasyni leiðtoga grunnskólamála um nýsköpunarstarf í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Nefndin þakkar Páli Ásgeiri Torfasyni leiðtoga grunnskólamála fyrir áhugaverða kynningu á fjölbreyttu og gróskumiklu nýsköpunarstarfi í grunnskólum Mosfellsbæjar. Stjórnsýslunni falið að vinna áfram að verkefninu.
Gestir
- Páll Ásgeir Torfason
4. Nýsköpunarstyrkur Mosfellsbæjar202405027
Yfirferð yfir stöðuna á Nýsköpunarstyrk Mosfellsbæjar 2024.
Lagt fram og kynnt.