Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. maí 2024 kl. 16:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Sævar Birgisson (SB) formaður
  • Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Rúnar Már Jónatansson (RMJ) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Möller (HM) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar

Fundargerð ritaði

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Áfanga­staða­áætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - verk­efni Mos­fells­bæj­ar 2024202312146

    Kynning frá Dóru Lind Pálmarsdóttur leiðtoga umhverfis og framkvæmda á verkefnum Mosfellsbæjar í Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2024

    Nefnd­in þakk­ar Dóru Lind Pálm­ars­dótt­ur leið­toga um­hverf­is og fram­kvæmda fyr­ir góða kynn­ingu á verk­efn­um Mos­fells­bæj­ar í Áfanga­staða­áætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þessi yf­ir­ferð mun styðja nefnd­ina í að velja þau verk­efni sem sótt verð­ur um í Upp­bygg­ing­ar­sjóð ferða­mannastaða fyr­ir árið 2025.

    Gestir
    • Dóra Lind Pálmarsdóttir
    • 2. Um­sókn um styrk úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­mannastaða 2024202310341

      Yfirferð yfir styrkveitingar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2024. https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/island-saekjum-thad-heim-5387-milljonir-krona-til-uppbyggingu-ferdamannastada-a-landsvisu

      At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd lýs­ir yfir von­brigð­um með að Mos­fells­bær hafi ekki hlot­ið styrk úr Fram­kvæmd­ar­sjóði ferða­mannastaða fyr­ir árið 2024 en sótt var um hönn­un og und­ir­bún­ing fyr­ir bað­að­stöðu við Hafra­vatn og við­hald og upp­bygg­ingu á Úti­vist­ar­svæð­inu við Hamra­hlíð við Úlfars­fell. Sömu­leið­is lýs­ir nefnd­in yfir von­brigð­um með að svo fá verk­efni þeirra sveit­ar­fé­laga sem heyra und­ir Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafi hlot­ið styrk en ein­ungs um 4,4% af styrk­fénu rann til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

      • 3. Fab Lab smiðja í Mos­fells­bæ202206539

        Kynning frá Páli Ásgeiri Torfasyni leiðtoga grunnskólamála um nýsköpunarstarf í grunnskólum Mosfellsbæjar.

        Nefnd­in þakk­ar Páli Ás­geiri Torfa­syni leið­toga grunn­skóla­mála fyr­ir áhuga­verða kynn­ingu á fjöl­breyttu og grósku­miklu ný­sköp­un­ar­starfi í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Stjórn­sýsl­unni fal­ið að vinna áfram að verk­efn­inu.

        Gestir
        • Páll Ásgeir Torfason
        • 4. Ný­sköp­un­ar­styrk­ur Mos­fells­bæj­ar202405027

          Yfirferð yfir stöðuna á Nýsköpunarstyrk Mosfellsbæjar 2024.

          Lagt fram og kynnt.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45