12. september 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
- Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Eldhússtofa við Reykjakot, Nýframkvæmd202308506
Óskað er heimildar bæjarráðs til greiðslu viðbótarkostnaðar sem féll til við viðbótar- og aukaverk vegna framkvæmda við leikskólann Reykjakot.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum aukið fjármagn vegna viðbótar- og aukaverkefna vegna framkvæmda við leikskólann Reykjakot í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Fjármála- og áhættustýringarsviði er falið að meta hvort gera þurfi viðauka vegna framkvæmdarinnar.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
2. Lokahús Víðiteigur202404075
Heimildar bæjarráðs óskað til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði bæjarins á byggingu lokahúss við Víðiteig.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Stéttafélagið ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
3. Útboð á fjarvöktun og þjónustu bruna- og öryggiskerfa202404134
Óskað heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði á fjarvöktun og þjónustuúttekt öryggiskerfa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við Öryggismiðstöð Íslands hf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
4. Öryggisíbúðir við Bjarkarholt201911194
Erindi frá Eir-öryggisíbúðum þar sem óskað er eftir afstöðu Mosfellsbæjar til áframhaldandi stuðnings við uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða við Bjarkarholt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindi Eir-Öryggisíbúða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að svari.
5. Kaup á flygli fyrir Listaskóla Mosfellsbæjar202409146
Tillaga um að bæjarráð heimili Listaskólanum kaup á flygli.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum kaup á flygli fyrir Listaskóla Mosfellsbæjar samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Fjármála- og áhættustýringarsviði er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við tillöguna.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
6. Í túninu heima 2024202408060
Minnisblað um framkvæmd bæjarhátíðarinnar í Túninu heima 2024 lagt fram og kynnt.
Bæjarráð þakkar öllum þeim aðilum sem komu að skipulagi hátíðarinnar Í túninu heima sem tókst einstaklega vel við krefjandi aðstæður.
Í ljósi reynslunnar í ár og þróunar bæjarhátíðarinnar Í túninu heima frá árinu 2022 felur bæjarráð bæjarstjóra í samvinnu við menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði og menningar- og lýðræðisnefnd að meta hvort og þá hvaða breytinga sé þörf við uppbyggingu dagskrár bæjarhátíðarinnar þannig að hún styðji við markmið Mosfellsbæjar um að hátíðin sé vettvangur menningar, hreyfingar og þátttöku íbúa í öruggu umhverfi.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
7. Gistiheimili, Hamrabrekkur 15 - Umsagnabeiðni vegna gistingar202408256
Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Blueberry Hills ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- C (minna gistiheimili án veitinga) að Hamrabrekkum 15.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististaði í flokki II-C, minna gistiheimili án veitinga, að Hamrabrekkum 15, í samræmi við framlagðar neikvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og skipulagsfullrúa.
8. Matarþjónusta að Eirhömrum202408164
Tillaga vegna breytinga á matarþjónustu að Eirhömrum lögð fyrir bæjarráð til samþykktar. Mál áður tekið fyrir í velferðarnefnd.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum breytingar á matarþjónustu að Eirhömrum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Fjármála- og áhættustýringarsviði er falið að meta hvort útbúa þurfi viðauka við fjárhagsáætlun vegna tillögunnar.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
9. Umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024202310341
Tillaga um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 sem atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkti og vísaði til formlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að sótt verði um styrk vegna verkefnisins Orkugarðs í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025.
10. Ósk um fordæmingu árása og að kallað verði eftir vopnahléi á Gaza202408382
Erindi frá Hönnu Símonardóttur þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær fordæmi árásir á Gaza og kalli eftir vopnahléi.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir ályktun utanríkismálanefndar Alþingis um tafarlaust vopnahlé á Gaza af mannúðarástæðum. Aðstæður almennra borgara á Gaza eru skelfilegar. Innviðir samfélagsins eru í molum vegna sprengjuárása og íbúar svæðisins á vergangi. Aðgangur að mat og vatni er stopull, heilbrigðisþjónusta lítil, skólastarf hverfandi og heimili fólks hafa verið jöfnuð við jörðu. Þúsundir saklausra barna og ungmenna hafa verið drepin. Þessum hörmungum verður að linna. Það gerist ekki nema komið verði á vopnahléi.
11. Samhæfð svæðisskipan í málefnum barna202409078
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sameiginlegt farsældarráð innan höfuðborgarsvæðisins.
Ákvörðun stjórnar SSH um að komið verði á fót sameiginlegu farsældarráði innan höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar. Í ákvörðuninni fólst jafnframt að framkvæmdastjóra SSH var falið að gera viðauka við samning um Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins við mennta- og barnamálaráðuneyti um fjármögnun ráðningar verkefnastjóra sem starfi við undirbúning stofnunar farsældarráðs.