Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. september 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir embættismaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Eld­hús­stofa við Reykja­kot, Ný­fram­kvæmd202308506

    Óskað er heimildar bæjarráðs til greiðslu viðbótarkostnaðar sem féll til við viðbótar- og aukaverk vegna framkvæmda við leikskólann Reykjakot.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um auk­ið fjár­magn vegna við­bót­ar- og auka­verk­efna vegna fram­kvæmda við leik­skól­ann Reykja­kot í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði er fal­ið að meta hvort gera þurfi við­auka vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar.

    Gestir
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
  • 2. Loka­hús Víði­teig­ur202404075

    Heimildar bæjarráðs óskað til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði bæjarins á byggingu lokahúss við Víðiteig.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Stétta­fé­lag­ið ehf., í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

    Gestir
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
  • 3. Út­boð á fjar­vökt­un og þjón­ustu bruna- og ör­yggis­kerfa202404134

    Óskað heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði á fjarvöktun og þjónustuúttekt öryggiskerfa.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila að geng­ið verði til samn­inga við Ör­ygg­is­mið­stöð Ís­lands hf. í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

    Gestir
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
  • 4. Ör­yggis­íbúð­ir við Bjark­ar­holt201911194

    Erindi frá Eir-öryggisíbúðum þar sem óskað er eftir afstöðu Mosfellsbæjar til áframhaldandi stuðnings við uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða við Bjarkarholt.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að svara er­indi Eir-Ör­yggis­íbúða í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu að svari.

    • 5. Kaup á flygli fyr­ir Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar202409146

      Tillaga um að bæjarráð heimili Listaskólanum kaup á flygli.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um kaup á flygli fyr­ir Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði er fal­ið að út­búa við­auka við fjár­hags­áætlun í sam­ræmi við til­lög­una.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
    • 6. Í tún­inu heima 2024202408060

      Minnisblað um framkvæmd bæjarhátíðarinnar í Túninu heima 2024 lagt fram og kynnt.

      Bæj­ar­ráð þakk­ar öll­um þeim að­il­um sem komu að skipu­lagi há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima sem tókst ein­stak­lega vel við krefj­andi að­stæð­ur.

      Í ljósi reynsl­unn­ar í ár og þró­un­ar bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima frá ár­inu 2022 fel­ur bæj­ar­ráð bæj­ar­stjóra í sam­vinnu við menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviði og menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd að meta hvort og þá hvaða breyt­inga sé þörf við upp­bygg­ingu dag­skrár bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar þann­ig að hún styðji við markmið Mos­fells­bæj­ar um að há­tíð­in sé vett­vang­ur menn­ing­ar, hreyf­ing­ar og þátt­töku íbúa í ör­uggu um­hverfi.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
    • 7. Gisti­heim­ili, Hamra­brekk­ur 15 - Um­sagna­beiðni vegna gist­ing­ar202408256

      Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Blueberry Hills ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- C (minna gistiheimili án veitinga) að Hamrabrekkum 15.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekstr­ar­leyfi fyr­ir gisti­staði í flokki II-C, minna gisti­heim­ili án veit­inga, að Hamra­brekk­um 15, í sam­ræmi við fram­lagð­ar nei­kvæð­ar um­sagn­ir bygg­ing­ar­full­trúa og skipu­lags­full­rúa.

    • 8. Mat­ar­þjón­usta að Eir­hömr­um202408164

      Tillaga vegna breytinga á matarþjónustu að Eirhömrum lögð fyrir bæjarráð til samþykktar. Mál áður tekið fyrir í velferðarnefnd.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um breyt­ing­ar á mat­ar­þjón­ustu að Eir­hömr­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði er fal­ið að meta hvort út­búa þurfi við­auka við fjár­hags­áætlun vegna til­lög­unn­ar.

      Gestir
      • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
    • 9. Um­sókn um styrk úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­mannastaða 2024202310341

      Tillaga um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 sem atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkti og vísaði til form­legr­ar af­greiðslu bæj­ar­ráðs.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um að sótt verði um styrk vegna verk­efn­is­ins Orkugarðs í Fram­kvæmda­sjóð ferða­mannastaða fyr­ir árið 2025.

      • 10. Ósk um for­dæm­ingu árása og að kallað verði eft­ir vopna­hléi á Gaza202408382

        Erindi frá Hönnu Símonardóttur þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær fordæmi árásir á Gaza og kalli eftir vopnahléi.

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir álykt­un ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Al­þing­is um taf­ar­laust vopna­hlé á Gaza af mann­úð­ar­ástæð­um. Að­stæð­ur al­mennra borg­ara á Gaza eru skelfi­leg­ar. Inn­við­ir sam­fé­lags­ins eru í mol­um vegna sprengju­árása og íbú­ar svæð­is­ins á ver­gangi. Að­gang­ur að mat og vatni er stop­ull, heil­brigð­is­þjón­usta lít­il, skólast­arf hverf­andi og heim­ili fólks hafa ver­ið jöfn­uð við jörðu. Þús­und­ir sak­lausra barna og ung­menna hafa ver­ið drep­in. Þess­um hörm­ung­um verð­ur að linna. Það ger­ist ekki nema kom­ið verði á vopna­hléi.

      • 11. Sam­hæfð svæð­is­skip­an í mál­efn­um barna202409078

        Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sameiginlegt farsældarráð innan höfuðborgarsvæðisins.

        Ákvörð­un stjórn­ar SSH um að kom­ið verði á fót sam­eig­in­legu far­sæld­ar­ráði inn­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lögð fram til kynn­ing­ar. Í ákvörð­un­inni fólst jafn­framt að fram­kvæmda­stjóra SSH var fal­ið að gera við­auka við samn­ing um Sókn­aráætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins við mennta- og barna­mála­ráðu­neyti um fjár­mögn­un ráðn­ing­ar verk­efna­stjóra sem starfi við und­ir­bún­ing stofn­un­ar far­sæld­ar­ráðs.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:18