Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. febrúar 2024 kl. 16:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Greni­byggð 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202304122

    Skipulagsfulltrúi samþykkti á 72. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna breytinga og stækkunar á húsnæði Grenibyggðar 2, í samræmi við gögn unnin af Mannvirkjameistaranum ehf dags. 02.11.2023. Um er að ræða 28,5 m² viðbyggingu. Kvöð er á lóð er varðar lagnir og hafa þarf samráð við Mosfellsveitur áður en farið er í framkvæmdir. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa að Grenibyggð 2, 4 og Furubyggð 16. Athugasemdafrestur var frá 13.11.2023 til og með 13.12.2023. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við kynnt áform, með vís­an í 4. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, teljast áformin sam­þykkt.
    Eigandi þarf að hafa samráð við Mosfellsveitur er varðar lagnir undir áætlaðri viðbyggingu, þar sem ekki má byggja yfir þær nema steyptur sé stokkur utan um þær eða þær færðar til, að því loknu er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að afgreiða erindi og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.

    • 2. Bjarg­slund­ur 4 - deili­skipu­lags­breyt­ing202311179

      Skipulagsfulltrúi samþykkti á 73. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 4, í samræmi við gögn unnin af Valhönnun dags. 7.11.2023. Erindi barst frá Vali Þór Sigurðssyni, Valhönnun, f.h. Sveins Sveinssonar, dags. 09.11.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 4. Lögð var fram til kynningar og afgreiðslu tillaga sem felur í sér að stækka byggingarreit lóðar til vesturs um 1,5 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 50 m² bílskúr. Hámarks hæð er 3,4 m. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, í skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa; Bjargslundur 2a, 4, 6a, 6b, 8a, 8b, Birkilundur L125640 og Ráðagerði L201220. Athugasemdafrestur var frá 13.12.2023 til og með 14.01.2024. Engar athugasemdir bárust.

      Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við kynnt áform, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­ins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30