Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. nóvember 2023 kl. 13:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Greni­byggð 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202304122

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Stefáni Þ Ingólfssyni f.h. Arnars Agnarssonar, fyrir viðbyggingu við endagafl parhúss að Grenibyggð 2, í samræmi við gögn. Viðbyggingin er 28,5 m² og í henni eru tvö íbúðarherbergi ásamt tengigangi. Kvöð er á lóð er varðar lagnir og hafa þarf samráð við Mosfellsveitur áður en farið er í framkvæmdir. Erindinu var vísað til umsagnar á 497. afgreiðslufundi byggingafulltrúa, þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið. Skipulagsnefnd samþykkti á 595. fundi sínum leiðbeiningar um stækkanir húsa í hverfinu, erindið hefur verið rýnt í samræmi við þær.

    Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi, í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húsa að Grenibyggð 4 og Furubyggð 16 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45