Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. október 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Út­hlut­un lóða við Úu­götu (síð­ari hluti), Langa­tanga og Fossa­tungu202310436

  Tillaga um hvaða forsendur verði lagðar til grundvallar úthlutunar lóða í síðari úthlutun lóða við Úugötu auk úthlutunar lóða við Langatanga og Fossatungu lögð fram til samþykktar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni og um­hverf­is­sviði að und­ir­búa út­hlut­un­ar­skil­mála vegna út­hlut­un­ar á lóð­um við Úu­götu (síð­ari hluti), Langa­tanga og Fossa­tungu.

  • 2. Árs­reikn­ing­ur 2022 - bréf frá Eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga202310471

   Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem bent er á að ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 uppfylli ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar vegna rekstrar A-hluta.

   Anna María Ax­els­dótt­ir, stað­gengill sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs, fór yfir stöðu sveit­ar­fé­lags­ins með til­liti til ábend­inga EFS, m.a. að sam­kvæmt bráða­birgða­ákvæði í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um er heim­ild til að víkja frá skil­yrð­um um jafn­væg­is­reglu og skuld­a­reglu út árið 2025. Fyr­ir ligg­ur að sam­kvæmt gild­andi fjár­hags­áætlun verð­ur sveit­ar­fé­lag­ið inn­an allra við­miða EFS þeg­ar bráða­birgða­ákvæð­ið fell­ur úr gildi.

   Gestir
   • Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • 3. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2023202301251

   Lagt er til að bæjarráð samþykki viðauka við lánssamning við Arion banka.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka við láns­samn­ing við Ari­on banka hf. um lánalínu að fjár­hæð 750 m.kr. sem gildi til 20.11.2024. Bæj­ar­ráð fel­ur sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs að und­ir­rita við­auk­ann fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

   Gestir
   • Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • 4. Fjár­hags­áætlun SHS 2024-2028202310325

   Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2024-2028.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2024.

   • 5. Fjár­hags­áætlun og gjald­skrár heil­brigðis­eft­ir­lits fyr­ir árið 2024202310626

    Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits varðandi starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 ásamt tillögum að gjaldskrám.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa bréf­inu til af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2024 og gjald­skrám heil­brigðis­eft­ir­lits til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar.

    • 6. Sta­f­rænt sam­st­arf sveit­ar­fé­laga - þátttaka og fram­lag 2024202310607

     Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2024.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2024.

     • 7. Reiðstíg­ar í Mos­fells­bæ202310509

      Bréf frá Hestamannafélaginu Herði þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær sjái um uppbyggingu og viðhald allra reiðstíga innan bæjarfélagsins.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

     • 8. Ágóða­hluta­greiðsla EBÍ 2023202310392

      Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2023.

      Sam­kvæmt er­ind­inu er ágóða­hlut­ur Mos­fells­bæj­ar í sam­eign­ar­sjóði EBÍ fyr­ir árið 2023 kr. 1.082.500. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að koma með til­lögu að verk­efn­um sem styrk­ur­inn verði nýtt­ur í. Ás­geir Sveins­son, sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

     • 9. Frum­varp til laga um tíma­bundn­ar und­an­þág­ur frá skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög­gjöf og skipu­lagi202310516

      Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.

      Lagt fram.

     • 10. Reglu­gerð um íbúa­kosn­ing­ar sveit­ar­fé­laga202308589

      Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd.

      Lagt fram.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:54