26. október 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úthlutun lóða við Úugötu (síðari hluti), Langatanga og Fossatungu202310436
Tillaga um hvaða forsendur verði lagðar til grundvallar úthlutunar lóða í síðari úthlutun lóða við Úugötu auk úthlutunar lóða við Langatanga og Fossatungu lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni og umhverfissviði að undirbúa úthlutunarskilmála vegna úthlutunar á lóðum við Úugötu (síðari hluti), Langatanga og Fossatungu.
2. Ársreikningur 2022 - bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga202310471
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem bent er á að ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 uppfylli ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar vegna rekstrar A-hluta.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, fór yfir stöðu sveitarfélagsins með tilliti til ábendinga EFS, m.a. að samkvæmt bráðabirgðaákvæði í sveitarstjórnarlögum er heimild til að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025. Fyrir liggur að samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun verður sveitarfélagið innan allra viðmiða EFS þegar bráðabirgðaákvæðið fellur úr gildi.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
3. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2023202301251
Lagt er til að bæjarráð samþykki viðauka við lánssamning við Arion banka.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við lánssamning við Arion banka hf. um lánalínu að fjárhæð 750 m.kr. sem gildi til 20.11.2024. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs að undirrita viðaukann fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
4. Fjárhagsáætlun SHS 2024-2028202310325
Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2024-2028.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
5. Fjárhagsáætlun og gjaldskrár heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2024202310626
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits varðandi starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 ásamt tillögum að gjaldskrám.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og gjaldskrám heilbrigðiseftirlits til afgreiðslu bæjarstjórnar.
6. Stafrænt samstarf sveitarfélaga - þátttaka og framlag 2024202310607
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
7. Reiðstígar í Mosfellsbæ202310509
Bréf frá Hestamannafélaginu Herði þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær sjái um uppbyggingu og viðhald allra reiðstíga innan bæjarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
8. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2023202310392
Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2023.
Samkvæmt erindinu er ágóðahlutur Mosfellsbæjar í sameignarsjóði EBÍ fyrir árið 2023 kr. 1.082.500. Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að verkefnum sem styrkurinn verði nýttur í. Ásgeir Sveinsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
9. Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi202310516
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.
Lagt fram.
10. Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga202308589
Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd.
Lagt fram.