21. nóvember 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 - viðauki 3202303627
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2024. Heildaráhrif viðaukans á fjárhagsáætlun ársins eru þau að rekstrarniðurstaða lækkar um 2 m.kr., fjárfestingar verða óbreyttar og handbært fé lækkar um 2 m.kr.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
2. Rekstur deilda janúar til september 2024202411130
Minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs um rekstur deilda A og B hluta janúar til september 2024.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, fór yfir rekstur A og B hluta janúar til september 2024.
3. Börnin okkar - aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga í Mosfellsbæ202411382
Aðgerðaáætlunin <i>Börnin okkar</i> lögð fram.
Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða innleiðingu á aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga í Mosfellsbæ.
4. Truflanir á rafmagni í Mosfellsbæ202411104
Upplýsingar um orsakir truflana á rafmagni í Mosfellsbæ og aðgerðir sem tryggja munu betra rafmagnsöryggi.
Pétur Krogh Ólafsson, Helgi Guðjónsson og Rafn Camillusson
fulltrúar Veitna mættu til fundarins og fóru yfir atvik sem átt hafa sér stað sl. mánuði sem valdið hafa truflunum á rafmagni og hvað aðgerða gripið hafi verið til.Gestir
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Stofnsamningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202411185
Nýr stofnsamningur fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lagður fram til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum nýjan stofnsamning SHS sem er fyrirliggjandi.
6. Uppbygging við Bjarkarholt 32-34202211248
Forsendur samkomulags vegna uppbyggingar við Bjarkarholt 32-34 lagðar fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um forsendur sem lagðar verði til grundvallar samkomulags um uppbyggingu við Bjarkarholt 32-34 að teknu tilliti til þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum.
7. Nýsköpunarsmiðja (Fab Lab) í Mosfellsbæ202206539
Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkæðum að tillögu um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar sem atvinnu- og nýsköpunarnefnd vísaði til bæjarráðs verði vísað til umsagnar menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs.