Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. nóvember 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 - við­auki 3202303627

    Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka 3 við fjár­hags­áætlun 2024. Heild­aráhrif við­auk­ans á fjár­hags­áætlun árs­ins eru þau að rekstr­arnið­ur­staða lækk­ar um 2 m.kr., fjár­fest­ing­ar verða óbreytt­ar og hand­bært fé lækk­ar um 2 m.kr.

    Gestir
    • Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • 2. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2024202411130

    Minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs um rekstur deilda A og B hluta janúar til september 2024.

    Anna María Ax­els­dótt­ir, stað­gengill sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs, fór yfir rekst­ur A og B hluta janú­ar til sept­em­ber 2024.

  • 3. Börn­in okk­ar - að­gerða­áætlun í þágu barna og ung­linga í Mos­fells­bæ202411382

    Aðgerðaáætlunin <i>Börnin okkar</i> lögð fram.

    Bæj­ar­stjóri kynnti fyr­ir­hug­aða inn­leið­ingu á að­gerða­áætlun í þágu barna og ung­linga í Mos­fells­bæ.

  • 4. Trufl­an­ir á raf­magni í Mos­fells­bæ202411104

    Upplýsingar um orsakir truflana á rafmagni í Mosfellsbæ og aðgerðir sem tryggja munu betra rafmagnsöryggi.

    Pét­ur Krogh Ólafs­son, Helgi Guð­jóns­son og Rafn Camillus­son
    full­trú­ar Veitna mættu til fund­ar­ins og fóru yfir at­vik sem átt hafa sér stað sl. mán­uði sem vald­ið hafa trufl­un­um á raf­magni og hvað að­gerða grip­ið hafi ver­ið til.

    Gestir
    • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 5. Stofn­samn­ing­ur Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202411185

      Nýr stofnsamningur fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lagður fram til staðfestingar í bæjarráði.

      Bæj­ar­ráð stað­fest­ir með fimm at­kvæð­um nýj­an stofn­samn­ing SHS sem er fyr­ir­liggj­andi.

    • 6. Upp­bygg­ing við Bjark­ar­holt 32-34202211248

      Forsendur samkomulags vegna uppbyggingar við Bjarkarholt 32-34 lagðar fram til afgreiðslu.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um for­send­ur sem lagð­ar verði til grund­vall­ar sam­komu­lags um upp­bygg­ingu við Bjark­ar­holt 32-34 að teknu til­liti til þeirr­ar um­ræðu sem fram fór á fund­in­um.

      • 7. Ný­sköp­un­ar­smiðja (Fab Lab) í Mos­fells­bæ202206539

        Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar lögð fram.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kæð­um að til­lögu um að kom­ið verði á fót ný­sköp­un­ar­smiðju í bóka­safni Mos­fells­bæj­ar sem at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd vís­aði til bæj­ar­ráðs verði vísað til um­sagn­ar menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10