Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. júní 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Skar­hóla­braut 3 - um­sókn um út­hlut­un á bygg­ing­ar­rétt á lóð­inni202206366

  Ósk GKH bygg ehf. um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa málinu til umsagnar starf­andi bæj­ar­stjóra.

 • 2. Um­sókn um af­nota af land­spildu norð­an Lund­ar202204552

  Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um ósk Laufskála fasteignafélags um kaup eða leigu á landspildu í Mosfellsdal lögð fram.

  Bæj­ar­ráð synj­ar með fimm at­kvæð­um er­indi Lauf­skála fast­eigna­fé­lags ehf. um kaup eða leigu á land­spildu í Mos­fells­dal sem nú er í nýt­ingu Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar.

 • 3. Útis­við í Ála­fosskvos201905330

  Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða útboðs vegna útisviðs í Álafosskvos.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að út­boð og smíði nýs útisviðs í Ála­fosskvos verði vísað til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar árs­ins 2023.

 • 4. Um­sögn um stað­setn­ingu öku­tækjaleigu202206401

  Ósk Samgöngustofu um umsögn um staðsetningu Bílaleigunnar Ísaks ehf. að Desjamýri 8 í Mosfellsbæ í tengslum við veitingu leyfis til reksturs ökutækjaleigu, sbr. 3. gr. laga nr. 65/2015.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu um­hverf­is­sviðs.

 • 5. Opn­un­ar­tím­ar sund­lauga í Mos­fells­bæ202206303

  Tillaga formanns íþrótta- og tómstundanefndar um lengingu opnunartíma sundlauga Mosfellsbæjar á virkum dögum þannig að opnunartími í Lágafellslaug lengist frá 21:30 til 22:00 og opnunartími í sundlauginni að Varmá lengist frá 21:00 til 21:30. Tillögunni var vísað til bæjarráðs frá íþrótta- og tómstundanefnd varðandi mat á kostnaði.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um leng­ingu opn­un­ar­tíma sund­laug­ar­inn­ar að Varmá á virk­um dög­um til kl. 21:30 og opn­un­ar­tíma sund­laug­ar­inn­ar í Lága­felli á virk­um dög­um til kl. 22:00.

 • 6. Ung­barna­deild­ir í Leik­skól­um, Ný­fram­kvæmd202205016

  Lagt er til að heimilað verði að fara í framkvæmdir til að bæta aðstöðu fyrir 1-2 ára börn á leikskólunum.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að far­ið verði í fram­kvæmd­ir sem til­greind­ar eru í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði til að bæta að­stöðu fyr­ir 1-2 ára börn í leik­skól­um bæj­ar­ins. Jafn­framt er sam­þykkt að fela fjár­mála­stjóra að út­færa til­lögu að við­auka við fjár­hags­áætlun er lýt­ur að til­færslu milli liða.

  Gestir
  • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • 7. Til­laga um opn­un Þró­un­ar- og Ný­sköp­un­ar­mið­stöðv­ar í Mos­fells­bæ202206534

  Tillaga bæjarfulltrúa D lista um opnun Þróunar og Nýsköpunarmiðstöðvar í Mosfellsbæ sem hafi það að markmiði að byggja upp og styðja við atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í Mosfellsbæ til framtíðar.

  Bæj­ar­ráð synj­ar til­lög­unni með þrem­ur at­kvæð­um gegn tveim­ur at­kvæð­um bæj­ar­full­trúa D lista.

  ***

  Bók­un B, C og S lista:
  Í mál­efna­samn­ingi meiri­hluta B, S og C lista kem­ur fram að lögð verð­ur áhersla á ný­sköp­un í öllu starfi bæj­ar­fé­lags­ins auk þess sem ein af fasta­nefnd­um sveit­ar­fé­lags­ins verð­ur frá og með haust­inu at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd, eins og odd­viti D lista hef­ur ver­ið upp­lýst­ur um. Mun nefnd­in móta at­vinnu­stefnu fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið til fram­tíð­ar og fell­ur fyr­ir­liggj­andi til­laga D lista und­ir verksvið nýju nefnd­ar­inn­ar og því er ekki tíma­bært að sam­þykkja til­lög­una.

  Það er ánægju­legt að full­trú­ar D lista deili áhuga meiri­hlut­ans á því að styrkja ný­sköp­un og at­vinnu­þró­un í bæj­ar­fé­lag­inu og vænt­um við góðs sam­starfs við full­trúa D list­ans í nýrri at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd.

  Bók­un D lista:
  Til­laga D lista geng­ur út á að stofna vinnu­hóp sem hefði það að mark­mði að und­ir­búa stofn­un þró­un­ar og Ný­sköp­un­ar smiðju í Mos­fells­bæ.

  Það að stofna eigi nýja nefnd sem á að hafa um­sjón með at­vinnu og ný­sköp­un­ar­mál­um og sjá um þau mál á ekki að koma í veg fyr­ir að vinna við und­ir­bún­ing fari í gang. Sú vinna myndi svo fær­ast inn í þá nefnd eft­ir stofn­un henn­ar.

  Það eru því mik­il von­brigði að meiri­hlut­inn skuli ekki fallast á til­lögu um að und­ir­bún­ings­vinna verði hafin sem færist svo á hend­ur nefnd­ar­inn­ar eft­ir stofn­un henn­ar.

 • 8. Til­laga um opn­un Fab lab smiðju í Mos­fells­bæ202206539

  Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að á árinu 2023 verði opnuð Fab Lab smiðja í Mosfellsbæ sem nýtast muni öllum leik- og grunnskólum bæjarins auk þess sem leitast verði eftir samstarfi við FMos.

  Máls­með­ferð­ar­til­laga B, C og S lista:

  Full­trú­ar B, S og C lista leggja til að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að koma með hug­mynd­ir að út­færslu verk­efn­is­ins í sam­ráði við fræðslu- og frí­stunda­svið og þjón­ustu- og sam­skipta­deild.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir fram­an­greinda til­lögu með fimm at­kvæð­um.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:04