23. júní 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skarhólabraut 3 - umsókn um úthlutun á byggingarrétt á lóðinni202206366
Ósk GKH bygg ehf. um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar starfandi bæjarstjóra.
2. Umsókn um afnota af landspildu norðan Lundar202204552
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um ósk Laufskála fasteignafélags um kaup eða leigu á landspildu í Mosfellsdal lögð fram.
Bæjarráð synjar með fimm atkvæðum erindi Laufskála fasteignafélags ehf. um kaup eða leigu á landspildu í Mosfellsdal sem nú er í nýtingu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
3. Útisvið í Álafosskvos201905330
Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða útboðs vegna útisviðs í Álafosskvos.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að útboð og smíði nýs útisviðs í Álafosskvos verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2023.
4. Umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu202206401
Ósk Samgöngustofu um umsögn um staðsetningu Bílaleigunnar Ísaks ehf. að Desjamýri 8 í Mosfellsbæ í tengslum við veitingu leyfis til reksturs ökutækjaleigu, sbr. 3. gr. laga nr. 65/2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu umhverfissviðs.
5. Opnunartímar sundlauga í Mosfellsbæ202206303
Tillaga formanns íþrótta- og tómstundanefndar um lengingu opnunartíma sundlauga Mosfellsbæjar á virkum dögum þannig að opnunartími í Lágafellslaug lengist frá 21:30 til 22:00 og opnunartími í sundlauginni að Varmá lengist frá 21:00 til 21:30. Tillögunni var vísað til bæjarráðs frá íþrótta- og tómstundanefnd varðandi mat á kostnaði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um lengingu opnunartíma sundlaugarinnar að Varmá á virkum dögum til kl. 21:30 og opnunartíma sundlaugarinnar í Lágafelli á virkum dögum til kl. 22:00.
6. Ungbarnadeildir í Leikskólum, Nýframkvæmd202205016
Lagt er til að heimilað verði að fara í framkvæmdir til að bæta aðstöðu fyrir 1-2 ára börn á leikskólunum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að farið verði í framkvæmdir sem tilgreindar eru í fyrirliggjandi minnisblaði til að bæta aðstöðu fyrir 1-2 ára börn í leikskólum bæjarins. Jafnframt er samþykkt að fela fjármálastjóra að útfæra tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er lýtur að tilfærslu milli liða.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
7. Tillaga um opnun Þróunar- og Nýsköpunarmiðstöðvar í Mosfellsbæ202206534
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um opnun Þróunar og Nýsköpunarmiðstöðvar í Mosfellsbæ sem hafi það að markmiði að byggja upp og styðja við atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í Mosfellsbæ til framtíðar.
Bæjarráð synjar tillögunni með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D lista.
***
Bókun B, C og S lista:
Í málefnasamningi meirihluta B, S og C lista kemur fram að lögð verður áhersla á nýsköpun í öllu starfi bæjarfélagsins auk þess sem ein af fastanefndum sveitarfélagsins verður frá og með haustinu atvinnu- og nýsköpunarnefnd, eins og oddviti D lista hefur verið upplýstur um. Mun nefndin móta atvinnustefnu fyrir bæjarfélagið til framtíðar og fellur fyrirliggjandi tillaga D lista undir verksvið nýju nefndarinnar og því er ekki tímabært að samþykkja tillöguna.Það er ánægjulegt að fulltrúar D lista deili áhuga meirihlutans á því að styrkja nýsköpun og atvinnuþróun í bæjarfélaginu og væntum við góðs samstarfs við fulltrúa D listans í nýrri atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Bókun D lista:
Tillaga D lista gengur út á að stofna vinnuhóp sem hefði það að markmði að undirbúa stofnun þróunar og Nýsköpunar smiðju í Mosfellsbæ.Það að stofna eigi nýja nefnd sem á að hafa umsjón með atvinnu og nýsköpunarmálum og sjá um þau mál á ekki að koma í veg fyrir að vinna við undirbúning fari í gang. Sú vinna myndi svo færast inn í þá nefnd eftir stofnun hennar.
Það eru því mikil vonbrigði að meirihlutinn skuli ekki fallast á tillögu um að undirbúningsvinna verði hafin sem færist svo á hendur nefndarinnar eftir stofnun hennar.
8. Tillaga um opnun Fab lab smiðju í Mosfellsbæ202206539
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að á árinu 2023 verði opnuð Fab Lab smiðja í Mosfellsbæ sem nýtast muni öllum leik- og grunnskólum bæjarins auk þess sem leitast verði eftir samstarfi við FMos.
Málsmeðferðartillaga B, C og S lista:
Fulltrúar B, S og C lista leggja til að bæjarstjóra verði falið að koma með hugmyndir að útfærslu verkefnisins í samráði við fræðslu- og frístundasvið og þjónustu- og samskiptadeild.
Bæjarráð samþykkir framangreinda tillögu með fimm atkvæðum.