24. febrúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021202201510
Matthías Þorvaldsson kynnir niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2021.
Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, frá Gallup og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2021. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að senda skýrsluna til kynningar í fastanefndum.
***
Bókun M-lista
Ný þjónustukönnun Gallup bendir til að Covid 19 hafi almennt haft mikil áhrif á landið í heild en þrátt fyrir það virðist Mosfellsbær lækka í einkunn varðandi þjónustu við fatlað fólk og fellur þar undir landsmeðaltal. Könnunin bendir til að íbúar Mosfellsbæjar leggi sérstaka áherslu að bæta þurfi samgöngumál, endurvinnslu- og sorpmál, grunnskólamál og mál er snúa að íþróttum- og tómstundum ásamt skipulagsmálum og málefnum varðandi leikskóla. Mikilvægt er að þetta komi fram.***
Bæjarráð bókaði eftirfarandi: Bæjarráð þakkar Matthíasi Þorvaldssyni fulltrúa Gallup fyrir kynningu á helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2021. Almennt séð minnkar ánægja íbúa á árinu 2021 í öllum sveitarfélögum sem könnunin nær til. Mosfellsbær er sem fyrr yfir landsmeðaltali í tíu af þeim tólf þjónustuþáttum sem spurt er um og íbúar eru ánægðir með Mosfellsbæ sem sveitarfélag til að búa í. Skýrslan verður kynnt í nefndum bæjarins og veitir sem fyrr tækifæri til þess að rýna þjónustuþætti bæjarins með það að markmiði að bæta þjónustuna enn frekar bæjarbúum til hagsbóta.
Gestir
- Linda Udengard
- Matthías Þorvaldsson
3. Malbikun 2022202201536
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út malbikunarframkvæmdir 2022 með möguleika í verksamningi til framlengingar til allt að þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
4. Ársreikningur 2021202202325
Kynning KPMG vegna endurskoðunar ársreiknings 2021 og tillaga um nýtingu undanþáguákvæðis reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins gerir fyrirvara um það fyrirkomulag er varðar endurskoðun hjá Mosfellsbæ í ljósi þess að ekki hafi verið sett á laggirnar endurskoðunarnefnd hjá Mosfellsbæ í samræmi við lög um ársreikninga nr. 3/2006.***
Endurskoðunaráætlun 2021 lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að nýta undanþáguákvæði sem er að finna í ákvæði til bráðabirgða í reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, um að færa ekki í ársreikning 2021 hlutdeild í einstökum liðum rekstrar og efnahags viðkomandi eignarhluta félagaforma með ótakmarkaða ábyrgð sveitarfélagsins.
5. Starfsemi Póstsins í Mosfellsbæ202202365
Á fundinn kemur Þórhildur Helgadóttir, forstjóri Póstsins, og fer yfir mögulega breytingu á þjónustu Póstsins í Mosfellsbæ.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur skilning á áformum Póstsins vegna breytinga á fyrirkomulagi þjónustu fyrirtækisins við Mosfellinga og felur bæjarstjóra að vinna með fyrirtækinu að útfærslu sem mætir þörfum íbúa til framtíðar litið.
Gestir
- Þórhildur Helgadóttir