Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. febrúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2021202201510

    Matthías Þorvaldsson kynnir niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2021.

    Á fund bæj­ar­ráðs mætti Matth­ías Þor­valds­son, frá Gallup og gerði grein fyr­ir helstu nið­ur­stöð­um þjón­ustu­könn­un­ar með­al íbúa Mos­fells­bæj­ar á ár­inu 2021. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að senda skýrsl­una til kynn­ing­ar í fasta­nefnd­um.

    ***

    Bók­un M-lista
    Ný þjón­ustu­könn­un Gallup bend­ir til að Covid 19 hafi al­mennt haft mik­il áhrif á land­ið í heild en þrátt fyr­ir það virð­ist Mos­fells­bær lækka í einkunn varð­andi þjón­ustu við fatlað fólk og fell­ur þar und­ir lands­með­al­tal. Könn­un­in bend­ir til að íbú­ar Mos­fells­bæj­ar leggi sér­staka áherslu að bæta þurfi sam­göngu­mál, end­ur­vinnslu- og sorp­mál, grunn­skóla­mál og mál er snúa að íþrótt­um- og tóm­stund­um ásamt skipu­lags­mál­um og mál­efn­um varð­andi leik­skóla. Mik­il­vægt er að þetta komi fram.

    ***

    Bæj­ar­ráð bók­aði eft­ir­far­andi: Bæj­ar­ráð þakk­ar Matth­íasi Þor­valds­syni full­trúa Gallup fyr­ir kynn­ingu á helstu nið­ur­stöð­um þjón­ustu­könn­un­ar með­al íbúa Mos­fells­bæj­ar á ár­inu 2021. Al­mennt séð minnk­ar ánægja íbúa á ár­inu 2021 í öll­um sveit­ar­fé­lög­um sem könn­un­in nær til. Mos­fells­bær er sem fyrr yfir lands­með­al­tali í tíu af þeim tólf þjón­ustu­þátt­um sem spurt er um og íbú­ar eru ánægð­ir með Mos­fells­bæ sem sveit­ar­fé­lag til að búa í. Skýrsl­an verð­ur kynnt í nefnd­um bæj­ar­ins og veit­ir sem fyrr tæki­færi til þess að rýna þjón­ustu­þætti bæj­ar­ins með það að mark­miði að bæta þjón­ust­una enn frek­ar bæj­ar­bú­um til hags­bóta.

    Gestir
    • Linda Udengard
    • Matthías Þorvaldsson
  • 2. Breytt skipu­lag barna­vernd­ar202112014

    Breyting á barnaverndarlögum - fyrirhuguð frestun á gildistöku ákvæða um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar kynnt.

    Fyr­ir­hug­uð frest­un á gildis­töku ákvæða barna­vernd­ar­laga sem fjalla um barna­vernd­ar­þjón­ustu og um­dæm­is­ráð kynnt.

    • 3. Mal­bik­un 2022202201536

      Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út malbikunarframkvæmdir 2022 með möguleika í verksamningi til framlengingar til allt að þriggja ára.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út mal­bik­un­ar­fram­kvæmd­ir í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

    • 4. Árs­reikn­ing­ur 2021202202325

      Kynning KPMG vegna endurskoðunar ársreiknings 2021 og tillaga um nýtingu undanþáguákvæðis reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

      Bók­un M-lista
      Full­trúi Mið­flokks­ins ger­ir fyr­ir­vara um það fyr­ir­komulag er varð­ar end­ur­skoð­un hjá Mos­fells­bæ í ljósi þess að ekki hafi ver­ið sett á lagg­irn­ar end­ur­skoð­un­ar­nefnd hjá Mos­fells­bæ í sam­ræmi við lög um árs­reikn­inga nr. 3/2006.

      ***

      End­ur­skoð­un­ar­áætlun 2021 lögð fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að nýta und­an­þágu­ákvæði sem er að finna í ákvæði til bráða­birgða í reglu­gerð nr. 1212/2015 um bók­hald, fjár­hags­áætlan­ir og árs­reikn­inga sveit­ar­fé­laga, um að færa ekki í árs­reikn­ing 2021 hlut­deild í ein­stök­um lið­um rekstr­ar og efna­hags við­kom­andi eign­ar­hluta fé­laga­forma með ótak­mark­aða ábyrgð sveit­ar­fé­lags­ins.

    • 5. Starf­semi Pósts­ins í Mos­fells­bæ202202365

      Á fundinn kemur Þórhildur Helgadóttir, forstjóri Póstsins, og fer yfir mögulega breytingu á þjónustu Póstsins í Mosfellsbæ.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur skiln­ing á áform­um Pósts­ins vegna breyt­inga á fyr­ir­komu­lagi þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins við Mos­fell­inga og fel­ur bæj­ar­stjóra að vinna með fyr­ir­tæk­inu að út­færslu sem mæt­ir þörf­um íbúa til fram­tíð­ar lit­ið.

      Gestir
      • Þórhildur Helgadóttir
      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.