Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. apríl 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Verk­efni vegna inn­leið­ing­ar hringrása­kerf­is202111048

    Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um átak um Hringrásarhagkerfið lögð fram til kynningar.

    Er­ind­ið lagt fram.

  • 2. Vatns­bor­un Há­deg­is­holti202105334

    Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við lægst­bjóð­anda að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 daga frá því kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

    • 3. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - gatna­gerð202109561

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út framkvæmdir við gatnagerð 5. áfanga Helgafellshverfis, Úugötu, í samræmi við meðfylgjandi minnisblað og frumkostnaðaráætlun.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út gatna­gerð í 5. áfanga Helga­fells­hverf­is í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn.

      • 4. Skóla­akst­ur út­boð 2021202103630

        Niðurstöður útboðs á skólaakstri kynntar og lagðar fram til samþykktar.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fara að til­lögu Rík­is­kaupa varð­andi töku til­boðs í út­boð á skóla­akstri í Mos­fells­bæ. Til­kynn­ing um val til­boðs verð­ur send bjóð­end­um í út­boð­s­kerf­inu. Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 10 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

        • 5. Ósk um af­not af íþrótta­mann­virkj­um að Varmá vegna Öld­unga­móts í blaki 9.-12. maí 2024202204089

          Ósk Aftureldingar um afnota af öllum íþróttamannvirkjum að Varmá, þ.e.a.s. íþróttamiðstöðinni ásamt Fellinu, vegna Öldungamóts í blaki sem fyrirhugað er að fari fram 9.-12. maí 2024.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

          • 6. Starf­semi Pósts­ins í Mos­fells­bæ202202365

            Umsögn til Byggðastofnunar vegna breytinga á póstþjónustu í Mosfellsbæ.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fyr­ir­liggj­andi um­sögn verði kom­ið á fram­færi við Byggða­stofn­un.

            • 7. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2021202202325

              Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu vinnu við ársreiknings.

              Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri kynntu stöðu við vinnu við árs­reikn­ing.

              Gestir
              • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
              • 8. Leigu­íbúð­ir fyr­ir aldr­aða í Mos­fells­bæ202204082

                Tillaga Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, um leiguíbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ.

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að næsti fund­ur verði mið­viku­dag­inn 13. apríl nk. kl. 7:30 vegna páska. Jafn­framt að fund­ar­boð og fund­ar­gögn verði send mánu­dag­inn 11. apríl.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50