7. apríl 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefni vegna innleiðingar hringrásakerfis202111048
Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um átak um Hringrásarhagkerfið lögð fram til kynningar.
Erindið lagt fram.
2. Vatnsborun Hádegisholti202105334
Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 daga frá því kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
3. Helgafellshverfi 5. áfangi - gatnagerð202109561
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út framkvæmdir við gatnagerð 5. áfanga Helgafellshverfis, Úugötu, í samræmi við meðfylgjandi minnisblað og frumkostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út gatnagerð í 5. áfanga Helgafellshverfis í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
4. Skólaakstur útboð 2021202103630
Niðurstöður útboðs á skólaakstri kynntar og lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fara að tillögu Ríkiskaupa varðandi töku tilboðs í útboð á skólaakstri í Mosfellsbæ. Tilkynning um val tilboðs verður send bjóðendum í útboðskerfinu. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
5. Ósk um afnot af íþróttamannvirkjum að Varmá vegna Öldungamóts í blaki 9.-12. maí 2024202204089
Ósk Aftureldingar um afnota af öllum íþróttamannvirkjum að Varmá, þ.e.a.s. íþróttamiðstöðinni ásamt Fellinu, vegna Öldungamóts í blaki sem fyrirhugað er að fari fram 9.-12. maí 2024.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.
6. Starfsemi Póstsins í Mosfellsbæ202202365
Umsögn til Byggðastofnunar vegna breytinga á póstþjónustu í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fyrirliggjandi umsögn verði komið á framfæri við Byggðastofnun.
7. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021202202325
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu vinnu við ársreiknings.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu stöðu við vinnu við ársreikning.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
8. Leiguíbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ202204082
Tillaga Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, um leiguíbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að næsti fundur verði miðvikudaginn 13. apríl nk. kl. 7:30 vegna páska. Jafnframt að fundarboð og fundargögn verði send mánudaginn 11. apríl.