Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. apríl 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mal­bik­un 2022202201536

    Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík ehf. og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við lægst­bjóð­anda, Loftorku Reykja­vík ehf., að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því kær­anda var eða mátti verða kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

    • 2. Við­auki við þjón­ustu­samn­ing við Fjölsmiðj­una.202204184

      Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu um gerð viðauki við þjónustusamning við Fjölsmiðjuna vegna aukningar fjárframlaga til Fjölsmiðjunnar árin 2022-2024, lagt fram til samþykktar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka við þjón­ustu­samn­ing fyr­ir Fjölsmiðj­una þar sem gert er ráð fyr­ir við­bótar­fram­lagi árin 2022-2024. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita við­auk­ann fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

    • 3. Er­indi til sveit­ar­fé­laga vegna mót­töku flótta­fólks202203292

      Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs vegna stöðu á verkefni flóttafólks frá Úkraínu lagt fram til kynningar og umræðu.

      Á þess­um tíma­punkti eru flutt­ir í Mos­fells­bæ átta flótta­menn frá Úkraínu. Þess­ir ein­stak­ling­ar njóta nú að­stoð­ar fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar, svo sem vegna fram­færslu og hús­næð­is. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að kanna mögu­leika á öfl­un hús­næð­is fyr­ir frek­ari mót­töku flótta­fólks til sam­ræm­is við ósk­ir fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is með það að mark­miði hvort grund­völl­ur sé fyr­ir því að ráðu­neyt­ið og Mos­fells­bær geri með sér samn­ing um sam­ræmda mót­töku.

      Gestir
      • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
      • 4. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög 2022-2024202203831

        Við afgreiðslu samstarfssamninga Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög lá ekki fyrir samningur við Björgunarsveitina Kyndil, sem nú er lagður fram til samþykktar.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­starfs­samn­ing við Björg­un­ar­sveit­ina Kynd­il. Líkt og að­r­ir sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lag var samn­ing­ur­inn unn­in í sam­starfi við fé­lag­ið og munu fé­lag­ið gera grein fyr­ir nýt­ingu fjár­muna með reglu­leg­um skýrsl­um eins og kveð­ið er á um í samn­ing­un­um.

        • 5. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2021202202325

          Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2021 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2021 lagður fram til staðfestingar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fram­lagð­an árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2021 með árit­un sinni og vís­ar hon­um til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar. Fyrri um­ræða bæj­ar­stjórn­ar er fyr­ir­hug­uð þann 20. apríl 2022 og síð­ari um­ræða á fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 4. maí 2022. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt með þrem­ur at­kvæð­um árs­reikn­ing Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 2020.

          Gestir
          • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
          • Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi S-lista
          • Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri á fjármálasviði
          • Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi S-lista
        • 6. Frum­varp til laga um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um - beiðni um um­sögn202204257

          Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Umsagnarfrestur til 25. apríl nk.

          Lagt fram.

        Næsti fund­ur bæj­ar­ráðs verð­ur hald­inn mið­viku­dag­inn 20. apríl kl. 7:30 vegna sum­ar­dags­ins fyrsta. Sam­þykkt að fund­ar­boð næsta fund­ar verði sent þriðju­dag­inn 19. apríl jafn­vel þó minna en tveir sól­ar­hring­ar séu til fund­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:51