13. apríl 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Malbikun 2022202201536
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík ehf. og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
2. Viðauki við þjónustusamning við Fjölsmiðjuna.202204184
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu um gerð viðauki við þjónustusamning við Fjölsmiðjuna vegna aukningar fjárframlaga til Fjölsmiðjunnar árin 2022-2024, lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við þjónustusamning fyrir Fjölsmiðjuna þar sem gert er ráð fyrir viðbótarframlagi árin 2022-2024. Bæjarstjóra er falið að undirrita viðaukann fyrir hönd Mosfellsbæjar.
3. Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks202203292
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs vegna stöðu á verkefni flóttafólks frá Úkraínu lagt fram til kynningar og umræðu.
Á þessum tímapunkti eru fluttir í Mosfellsbæ átta flóttamenn frá Úkraínu. Þessir einstaklingar njóta nú aðstoðar fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, svo sem vegna framfærslu og húsnæðis. Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að kanna möguleika á öflun húsnæðis fyrir frekari móttöku flóttafólks til samræmis við óskir félags- og vinnumarkaðsráðuneytis með það að markmiði hvort grundvöllur sé fyrir því að ráðuneytið og Mosfellsbær geri með sér samning um samræmda móttöku.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
4. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024202203831
Við afgreiðslu samstarfssamninga Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög lá ekki fyrir samningur við Björgunarsveitina Kyndil, sem nú er lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samstarfssamning við Björgunarsveitina Kyndil. Líkt og aðrir samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélag var samningurinn unnin í samstarfi við félagið og munu félagið gera grein fyrir nýtingu fjármuna með reglulegum skýrslum eins og kveðið er á um í samningunum.
5. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021202202325
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2021 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2021 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2021 með áritun sinni og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða bæjarstjórnar er fyrirhuguð þann 20. apríl 2022 og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar þann 4. maí 2022. Bæjarráð samþykkir jafnframt með þremur atkvæðum ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar 2020.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi S-lista
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri á fjármálasviði
- Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi S-lista
- FylgiskjalÁrsreikningur 2021 Mosfellsbær - vísað til fyrri umræðu 20.04.2022.pdfFylgiskjalSundurliðunarbók ársreiknings Mosfellsbæjar 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalRekstraryfirlit - janúar til desember 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalHitaveita ársreikningur 2021 til áritunar 13.04.22.pdfFylgiskjalÁrsreikningur 2021 Kynning í bæjarráði 13.04.22.pdfFylgiskjalÁbyrgða- og skuldbindingaryfirlit 2021.pdf
6. Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum - beiðni um umsögn202204257
Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Umsagnarfrestur til 25. apríl nk.
Lagt fram.
Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl kl. 7:30 vegna sumardagsins fyrsta. Samþykkt að fundarboð næsta fundar verði sent þriðjudaginn 19. apríl jafnvel þó minna en tveir sólarhringar séu til fundar.