17. mars 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um birtingu þjónustukannana á vef Mosfellsbæjar202203131
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar bæjarfulltrúa L-lista varðandi birtingu þjónustukannana á vef Mosfellsbæjar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Könnun á þjónustu sveitarfélaga er árlega rædd í bæjarráði og birt með fundargerð viðkomandi fundar auk þess sem bæjarráð hefur vísað könnunni til kynningar í fastanefndum bæjarins. Viðkomandi fastanefnd tekur í kjölfarið afstöðu til þess hvort niðurstaðan kalli á aðgerðir. Í kjölfar þeirra umræðu er könnunin vistuð á vef Mosfellsbæjar auk þess sem rituð hefur verið sérstök frétt um niðurstöðu hvers árs. Þá hefur bæjarráð verið upplýst um að í fyrra var til viðbótar við kaup á könnun Gallup aflað upplýsinga með framkvæmd rýnihópa í skipulagsmálum og þjónustu við aldraða og unnin spurningakönnun í málefnum fatlaðs fólks. Framkvæmdastjórum sviða og forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar var falið af bæjarstjóra að vinna úr öllum ofangreindum gögnum samantekt sem lýsi aðgerðum sem þegar hefur verið gripið til, sjónarmiðum íbúa og mögulegum umbótum þar sem það á við og verður hún kynnt með heildstæðum hætti fyrir bæjarráði.
2. Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks202203292
Erindi félagsmálaráðuneytis til sveitarfélaga varðandi þátttöku í verkefni varðandi samræmda móttöku flóttafólks.
Erindið ráðuneytisins er lagt fram til kynningar. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mætti til fundarins og upplýsti um stöðu mála m.a. um upplýsingafund með bæjar- og sveitastjórum og félagsmálastjórum á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um skipulag á komu flóttafólks frá Úkraínu til Íslands sem fram fór í vikunni. Stjórnsýsla Mosfellsbæjar vinnur nú að undirbúningi stefnumörkunar Mosfellsbæjar á þessu sviði sem byggir á leiðsögn stjórnvalda og stuðningi og ráðgjöf þeirra sem best þekkja til mála og verður hún lögð verður fyrir bæjarráð fljótlega.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
3. Reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar-og sveitarstjórnum á Íslandi- Ný skýrsla202203253
Erindi Stofnunar í stjórnsýslufræðum og stjórnmálum þar sem vakin er athygli á nýútkominni skýrsla um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi.
Nýútkomin skýrsla lögð fram til kynningar.
4. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2022202202316
Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka árið 2022 til greiðslu fasteignaskatts á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita styrki skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka þannig að veittur sé styrkur fyrir 90% af fasteignaskatti, þó að hámarki kr. 1.000.000 til hvers félags í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Þau félög sem veittur er styrkur á árinu 2022 eru Flugklúbbur Mos, Rauði krossinn í Mosfellsbæ og Skátafélagið Skjöldungur. Heildarfjárhæð styrkja er kr. 1.306.700.
5. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021202202325
Fjármálastjóri leggur fram minnisblað um afskrift viðskiptakrafna.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, mætti á fundinn og kynnti yfirlit yfir afskrift krafna í samræmi við framlagt yfirlit yfir tegund, fjárhæð og fjölda krafna sem fyrirhugað er að afskrifa fyrir afgreiðslu ársreiknings 2021.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
6. Frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna - beiðni um umsögn202203377
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna - umsagnarfrestur er til 24. mars nk.
Lagt fram.
7. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025202203365
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 - umsagnarfrestur er til 24. mars nk.
Lagt fram.
8. Frumvarp til laga um fjöleignarhús - beiðni um umsögn202203273
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús - umsagnarfrestur er til 23. mars nk.
Lagt fram.