Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. mars 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi bæj­ar­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar um birt­ingu þjón­ustukann­ana á vef Mos­fells­bæj­ar202203131

    Erindi Stefáns Ómars Jónssonar bæjarfulltrúa L-lista varðandi birtingu þjónustukannana á vef Mosfellsbæjar. Máli frestað frá síðasta fundi.

    Könn­un á þjón­ustu sveit­ar­fé­laga er ár­lega rædd í bæj­ar­ráði og birt með fund­ar­gerð við­kom­andi fund­ar auk þess sem bæj­ar­ráð hef­ur vísað könn­unni til kynn­ing­ar í fasta­nefnd­um bæj­ar­ins. Við­kom­andi fasta­nefnd tek­ur í kjöl­far­ið af­stöðu til þess hvort nið­ur­stað­an kalli á að­gerð­ir. Í kjöl­far þeirra um­ræðu er könn­un­in vist­uð á vef Mos­fells­bæj­ar auk þess sem rit­uð hef­ur ver­ið sér­stök frétt um nið­ur­stöðu hvers árs. Þá hef­ur bæj­ar­ráð ver­ið upp­lýst um að í fyrra var til við­bót­ar við kaup á könn­un Gallup aflað upp­lýs­inga með fram­kvæmd rýni­hópa í skipu­lags­mál­um og þjón­ustu við aldr­aða og unn­in spurn­inga­könn­un í mál­efn­um fatl­aðs fólks. Fram­kvæmda­stjór­um sviða og for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar var fal­ið af bæj­ar­stjóra að vinna úr öll­um of­an­greind­um gögn­um sam­an­tekt sem lýsi að­gerð­um sem þeg­ar hef­ur ver­ið grip­ið til, sjón­ar­mið­um íbúa og mögu­leg­um um­bót­um þar sem það á við og verð­ur hún kynnt með heild­stæð­um hætti fyr­ir bæj­ar­ráði.

  • 2. Er­indi til sveit­ar­fé­laga vegna mót­töku flótta­fólks202203292

    Erindi félagsmálaráðuneytis til sveitarfélaga varðandi þátttöku í verkefni varðandi samræmda móttöku flóttafólks.

    Er­ind­ið ráðu­neyt­is­ins er lagt fram til kynn­ing­ar. Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs mætti til fund­ar­ins og upp­lýsti um stöðu mála m.a. um upp­lýs­inga­fund með bæj­ar- og sveita­stjór­um og fé­lags­mála­stjór­um á veg­um fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins um skipu­lag á komu flótta­fólks frá Úkraínu til Ís­lands sem fram fór í vik­unni. Stjórn­sýsla Mos­fells­bæj­ar vinn­ur nú að und­ir­bún­ingi stefnu­mörk­un­ar Mos­fells­bæj­ar á þessu sviði sem bygg­ir á leið­sögn stjórn­valda og stuðn­ingi og ráð­gjöf þeirra sem best þekkja til mála og verð­ur hún lögð verð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð fljót­lega.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • 3. Reynsla og við­horf kjör­inna full­trúa í bæj­ar-og sveit­ar­stjórn­um á Ís­landi- Ný skýrsla202203253

    Erindi Stofnunar í stjórnsýslufræðum og stjórnmálum þar sem vakin er athygli á nýútkominni skýrsla um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi.

    Ný­út­komin skýrsla lögð fram til kynn­ing­ar.

  • 4. Styrk­ir til greiðslu fast­eigna­skatts 2022202202316

    Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka árið 2022 til greiðslu fasteignaskatts á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að veita styrki skv. regl­um um styrki til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka þann­ig að veitt­ur sé styrk­ur fyr­ir 90% af fast­eigna­skatti, þó að há­marki kr. 1.000.000 til hvers fé­lags í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Þau fé­lög sem veitt­ur er styrk­ur á ár­inu 2022 eru Flug­klúbb­ur Mos, Rauði kross­inn í Mos­fells­bæ og Skáta­fé­lag­ið Skjöld­ung­ur. Heild­ar­fjár­hæð styrkja er kr. 1.306.700.

    • 5. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2021202202325

      Fjármálastjóri leggur fram minnisblað um afskrift viðskiptakrafna.

      Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn og kynnti yf­ir­lit yfir af­skrift krafna í sam­ræmi við fram­lagt yf­ir­lit yfir teg­und, fjár­hæð og fjölda krafna sem fyr­ir­hug­að er að af­skrifa fyr­ir af­greiðslu árs­reikn­ings 2021.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
      • 6. Frum­varp til laga um eign­ar­ráð og nýt­ingu fast­eigna - beiðni um um­sögn202203377

        Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna - umsagnarfrestur er til 24. mars nk.

        Lagt fram.

      • 7. Til­laga til þings­álykt­un­ar um að­gerðaráætlun í mál­efn­um hinseg­in fólks 2022-2025202203365

        Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 - umsagnarfrestur er til 24. mars nk.

        Lagt fram.

      • 8. Frum­varp til laga um fjöleign­ar­hús - beiðni um um­sögn202203273

        Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús - umsagnarfrestur er til 23. mars nk.

        Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35