23. janúar 2025 kl. 07:34,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breytingar á umhverfissviði202501595
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um endurskoðun á stjórnskipulagi umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um endurskoðun á stjórnskipulagi umhverfissviðs.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Leikvöllur með aðgengi fyrir alla - nýframkvæmd202501529
Óskað er heimildar bæjarráðs til að kaupa sérhæfð leiktæki sem uppfylla kröfur um aðgengi fyrir alla sem fyrirhugað er að setja niður á leiksvæði sem staðsett er á milli Klapparhlíðar og Lækjarhlíðar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um leiksvæði fyrir alla. Málinu vísað til kynningar í viðeigandi nefndum.
3. Hlégarður endurbótaverkefni 2025, Nýframkvæmd202501530
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur í Hlégarði með það að markmiði að bæta hljóðvist og loftgæði í húsnæðinu auk undirbúnings þakviðgerða.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum endurbætur í Hlégarði í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
4. Samantekt framkvæmda ársins 2024202409440
Samantekt framkvæmda ársins 2024 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð þakkar Jóhönnu B. Hansen, sviðsstjóra umhverfissviðs, fyrir greinargóða samantekt á framkvæmdum ársins 2024.
5. Betri samgöngur - samgöngusáttmálinn202107097
Framlög til Betri samgangna ohf árið 2025
Upplýsingar um framlög Mosfellsbæjar til Betri Samgangna vegna Samgöngusáttmálans á árinu 2025 lagðar fram til kynningar.
6. Áskorun til fulltrúa í Mosfellsbæ202501598
Áskorun til fulltrúa í Mosfellsbæ vegna yfirvofandi verkfalla í leik- og grunnskólum frá foreldaráðum og foreldrafélögum leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur foreldra um áhrif verkfalla á börn og fjölskyldur þeirra og vonast til að sátt náist á milli aðila þannig að ekki komi til verkfalla.