Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. janúar 2022 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka nýtt mál inn á fund­inn sem verði mál nr. 4.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Verk­falls­listi Mos­fells­bæj­ar201909226

    Óskað eftir heimild til að auglýsa lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2022. Máli frestað á 1517. fundi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi lista yfir þau störf sem und­an­þeg­in eru verk­falli. Lög­manni Mos­fells­bæj­ar er fal­ið að aug­lýsa list­ann í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda.

    Gestir
    • Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
    • 2. Betri sam­göng­ur - sam­göngusátt­mál­inn202107097

      Erindi Betri samgangna ohf. um framlög samkvæmt Samgöngusáttmála vegna 2022 lagt fram til kynningar.

      Bók­un M-lista:
      Í gögn­um kem­ur fram að gert var ráð fyr­ir að Betri sam­göng­ur ohf. fengi í fram­lög frá Mos­fells­bæ kr. 25 millj­ón­ir fyr­ir árið 2022 vegna fyrri ára sem frestað var frá tíma­bil­inu 2020-2021. Þann 11. janú­ar 2022 var með verð­bót­um fyrri ára gert ráð fyr­ir kr. 91 millj­ón sem greidd­ist 2022 og með leið­réttu er­indi nú ný­lega 18. janú­ar sem fram­lög Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2022 og fyrri ára kr. 87 millj­ón­ir þó svo að gert hafi ver­ið ráð fyr­ir 84 millj­ón­um króna í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar.

      Bók­un D- og V-lista:
      Í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2022 er gert ráð fyr­ir 84 millj­ón­um króna til Betri Sam­gangna ohf. vegna Sam­göngusátt­mál­ans. Greiðsla árs­ins hækk­ar í 87 millj­ón­ir vegna verð­bóta og hækk­ar því um 3 millj­ón­ir króna frá áætlun. Greiðsl­an er fyr­ir árið 2022 og vegna upp­gjörs fyrri ára.

      ***
      Er­indi Betri sam­gangna ohf. lagt fram til kynn­ing­ar.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    • 3. Grasslátt­ur og hirð­ing í Mos­fells­bæ 2022-2024202112358

      Lögð fyrir bæjarráð beiðni um heimild til útboðs á grasslætti og hirðingu í Mosfellsbæ 2022-2024.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að bjóða út grasslátt og hirð­ingu í Mos­fells­bæ 2022-2024 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • 4. Kæra til yf­ir­fa­st­eigna­nefnd­ar- óskað um­sagn­ar Mos­fells­bæj­ar202201374

        Framkomin kæra Veitna til yfirfasteignamatsnefndar vegna álagningar fasteignaskatts lögð fram til kynningar

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna bæj­ar­ins í mál­inu.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:19