20. janúar 2022 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Í upphafi fundar var samþykkt með þremur atkvæðum að taka nýtt mál inn á fundinn sem verði mál nr. 4.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkfallslisti Mosfellsbæjar201909226
Óskað eftir heimild til að auglýsa lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2022. Máli frestað á 1517. fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfalli. Lögmanni Mosfellsbæjar er falið að auglýsa listann í B-deild Stjórnartíðinda.
Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
2. Betri samgöngur - samgöngusáttmálinn202107097
Erindi Betri samgangna ohf. um framlög samkvæmt Samgöngusáttmála vegna 2022 lagt fram til kynningar.
Bókun M-lista:
Í gögnum kemur fram að gert var ráð fyrir að Betri samgöngur ohf. fengi í framlög frá Mosfellsbæ kr. 25 milljónir fyrir árið 2022 vegna fyrri ára sem frestað var frá tímabilinu 2020-2021. Þann 11. janúar 2022 var með verðbótum fyrri ára gert ráð fyrir kr. 91 milljón sem greiddist 2022 og með leiðréttu erindi nú nýlega 18. janúar sem framlög Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 og fyrri ára kr. 87 milljónir þó svo að gert hafi verið ráð fyrir 84 milljónum króna í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar.Bókun D- og V-lista:
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir 84 milljónum króna til Betri Samgangna ohf. vegna Samgöngusáttmálans. Greiðsla ársins hækkar í 87 milljónir vegna verðbóta og hækkar því um 3 milljónir króna frá áætlun. Greiðslan er fyrir árið 2022 og vegna uppgjörs fyrri ára.***
Erindi Betri samgangna ohf. lagt fram til kynningar.Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
3. Grassláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2022-2024202112358
Lögð fyrir bæjarráð beiðni um heimild til útboðs á grasslætti og hirðingu í Mosfellsbæ 2022-2024.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að bjóða út grasslátt og hirðingu í Mosfellsbæ 2022-2024 í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Kæra til yfirfasteignanefndar- óskað umsagnar Mosfellsbæjar202201374
Framkomin kæra Veitna til yfirfasteignamatsnefndar vegna álagningar fasteignaskatts lögð fram til kynningar
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.