Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. ágúst 2021 kl. 11:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hraðastað­a­land - dreif­istöð202103176

    Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir dreifistöð við Hraðastaðaland hjá Jónstótt við Þingvallaveginn, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru send á aðliggjandi landeigendur. Athugasemdafrestur var frá 09.07.2021 til og með 10.08.2021. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við til­lög­una, með vís­an í 3. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa, skoð­ast til­lag­an sam­þykkt og mun skipu­lags­full­trúi ann­ast gildis­töku henn­ar skv. 42. gr. skipu­lagslaga.
    Máls­að­ili skal greiða þann kostn­að sem af breyt­ing­unni hlýst.

    • 2. Vind­hóll opið skýli Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi202105157

      Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Málsaðili skal greiða kostnað grenndarkynningar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 544. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform fyr­ir skýli við Vind­hól í Mos­fells­dal, skv. 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Fram­kvæmd­in er inn­an hverf­is­vernd­ar og hlaut um­sögn Um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar án at­huga­semda. Bréf grennd­arkynn­ing­ar voru send á aðliggj­andi land­eig­end­ur. At­huga­semda­frest­ur var frá 28.06.2021 til og með 30.07.2021. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15