25. mars 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
2. Áskorun Samtaka iðnaðarins vegna stöðuleyfisgjalda202103415
Áskorun Samtaka iðnaðarins til sveitarfélaga um endurskoðun álagningar stöðuleyfisgjalda fyrir gáma, dags. 15. mars 2021, lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Stuðningur við börn í viðkvæmri stöðu202103349
Erindi frá félagsmálaráðuneytinu varðandi stuðningi við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu umfram hefðbundið starf, dags. 12. mars 2021, lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fræðslu- og frístundasviðs til umsagnar og afgreiðslu.
4. Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna Covid202103374
Erindi frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 4. mars 2021, um stuðning við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna umfram hefðbundið starf, lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu.
5. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2021202102147
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2021 á grundvelli regla Mosfellsbæjar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrki skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka þannig að veittur sé styrkur fyrir 90% af fasteignaskatti, þó að hámarki kr. 950.000 til hvers félags. Þau félög sem veittur er styrkur á árinu 2021 eru Flugklúbbur Mos, Rauði krossinn í Mosfellsbæ og Skátafélagið Skjöldungur. Heildarfjárhæð styrkja er kr. 1.240.471.
6. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2020202103483
Magnús Jónsson, endurskoðandi kynnir stöðu á gerð ársreiknings og endurskoðunar Mosfellsbæjar vegna ársins 2020.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Magnús Jónsson, endurskoðandi hjá KPMG, kynntu vinnu við gerð ársreiknings og endurskoðunar Mosfellsbæjar vegna ársins 2020.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Magnús Jónsson, endurskoðandi hjá KPMG
7. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál) - beiðni um umsögn202103419
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál) - beiðni um umsögn fyrir 30. apríl nk.
Lagt fram.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis(fjölgun jöfnunarsæta) - beiðni um umsögn202103418
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis(fjölgun jöfnunarsæta) - beiðni um umsögn fyrir 6. apríl nk.
Lagt fram.
9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga - beiðni um umsögn202103412
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga - beiðni um umsögn fyrir 30. mars nk.
Lagt fram.
10. Frumvarp til laga vegna stuðnings til smærri innlendra aðila(áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað) - beiðni um umsögn202103417
Frumvarp til laga vegna stuðnings til smærri innlendra aðila(áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað) - beiðni um umsögn fyrir 30. mars nk.
Lagt fram.
11. Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga - beiðni um umsögn202103410
Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga - beiðni um umsögn fyrir 29. mars nk.
Lagt fram.
12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga - beiðni um umsögn202103525
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga - beiðni um umsögn fyrir 7. apríl
Lagt fram.
13. Rafrænn aðgangur almennings að málaskrá Mosfellsbæjar202103572
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista frá 22. mars 2021, um rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar.
Frestað vegna tímaskorts.
14. Rafræn birting helstu daglegra verkefna bæjarstjóra202103573
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa L-lista, frá 22. mars 2021, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra.
Frestað vegna tímaskorts.