Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. mars 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Jafn­launa­vott­un 2021-2024202103579

    Staðfesting á jafnlaunavottun Mosfellsbæjar 2021-2024.

    Upp­lýs­ing­ar um að Mos­fells­bær hafi hlot­ið jafn­launa­vott­un sam­kvæmt IST 85:2012 til þriggja ára lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

  • 2. Áskor­un Sam­taka iðn­að­ar­ins vegna stöðu­leyf­is­gjalda202103415

    Áskorun Samtaka iðnaðarins til sveitarfélaga um endurskoðun álagningar stöðuleyfisgjalda fyrir gáma, dags. 15. mars 2021, lögð fram til kynningar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 3. Stuðn­ing­ur við börn í við­kvæmri stöðu202103349

    Erindi frá félagsmálaráðuneytinu varðandi stuðningi við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu umfram hefðbundið starf, dags. 12. mars 2021, lagt fram til kynningar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fræðslu- og frí­stunda­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu.

    • 4. Auk­ið fé­lags­st­arf full­orð­inna 2021 vegna Covid202103374

      Erindi frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 4. mars 2021, um stuðning við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna umfram hefðbundið starf, lagt fram til kynningar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu.

      • 5. Styrk­ir til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka 2021202102147

        Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2021 á grundvelli regla Mosfellsbæjar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita styrki skv. regl­um um styrki til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka þann­ig að veitt­ur sé styrk­ur fyr­ir 90% af fast­eigna­skatti, þó að há­marki kr. 950.000 til hvers fé­lags. Þau fé­lög sem veitt­ur er styrk­ur á ár­inu 2021 eru Flug­klúbb­ur Mos, Rauði kross­inn í Mos­fells­bæ og Skáta­fé­lag­ið Skjöld­ung­ur. Heild­ar­fjár­hæð styrkja er kr. 1.240.471.

      • 6. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2020202103483

        Magnús Jónsson, endurskoðandi kynnir stöðu á gerð ársreiknings og endurskoðunar Mosfellsbæjar vegna ársins 2020.

        Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri og Magnús Jóns­son, end­ur­skoð­andi hjá KPMG, kynntu vinnu við gerð árs­reikn­ings og end­ur­skoð­un­ar Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2020.

        Gestir
        • Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild
        • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
        • Magnús Jónsson, endurskoðandi hjá KPMG
        • 7. Frum­varp til laga um breyt­ingu á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um (borg­ar­a­fund­ir, íbúa­kosn­ing­ar um ein­stök mál) - beiðni um um­sögn202103419

          Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál) - beiðni um umsögn fyrir 30. apríl nk.

          Lagt fram.

        • 8. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um kosn­ing­ar til Al­þing­is(fjölg­un jöfn­un­ar­sæta) - beiðni um um­sögn202103418

          Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis(fjölgun jöfnunarsæta) - beiðni um umsögn fyrir 6. apríl nk.

          Lagt fram.

        • 9. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga - beiðni um um­sögn202103412

          Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga - beiðni um umsögn fyrir 30. mars nk.

          Lagt fram.

        • 10. Frum­varp til laga vegna stuðn­ings til smærri inn­lendra að­ila(áfeng­is­gjald, sala áfeng­is á fram­leiðslu­stað) - beiðni um um­sögn202103417

          Frumvarp til laga vegna stuðnings til smærri innlendra aðila(áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað) - beiðni um umsögn fyrir 30. mars nk.

          Lagt fram.

        • 11. Frum­varp til laga um um breyt­ingu á lög­um um rétt­indi sjúk­linga - beiðni um um­sögn202103410

          Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga - beiðni um umsögn fyrir 29. mars nk.

          Lagt fram.

        • 12. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um út­lend­inga og lög­um um at­vinnu­rétt­indi út­lend­inga - beiðni um um­sögn202103525

          Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga - beiðni um umsögn fyrir 7. apríl

          Lagt fram.

        • 13. Ra­f­rænn að­gang­ur al­menn­ings að mála­skrá Mos­fells­bæj­ar202103572

          Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista frá 22. mars 2021, um rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar.

          Frestað vegna tíma­skorts.

          • 14. Ra­fræn birt­ing helstu dag­legra verk­efna bæj­ar­stjóra202103573

            Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa L-lista, frá 22. mars 2021, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra.

            Frestað vegna tíma­skorts.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02