26. ágúst 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Miðdalslína202105275
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, vegna lagningar Miðdalslínu, lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila lagningu strengs í jörðu í landi Sólheima, L123778 og Sólheimakotslands, L123779 auk þess að reist verði smádreifistöð í Sólheimakotslandi. Bæjarstjóra er falið að undirrita fyrirliggjandi samkomulag þar um.
2. Aukin heilsuefling fyrir eldri borgara202108352
Tillaga framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og fjölskyldusviðs um aukna heilsueflingu eldri borgara lögð fram samkvæmt tillögu bæjarstjórnar. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að bjóða heilsueflandi námskeið fyrir eldri borgara í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
3. Kæra til ÚUA vegna breytts deiliskipulags við Stórakrika 59202106135
Stórikriki 59 - deiliskipulag kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurður lagður fram til kynningar. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um frávísun málsins lagður fram til kynningar.
4. Rafrænn aðgangur almennings að málaskrá Mosfellsbæjar202103572
Umbeðin umsögn frá forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa, um rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Bæjarráð synjar tillögunni með tveimur atkvæðum. Birting úr málaskrá verði þannig með óbreyttu sniði enda er hún að fullu rafræn og gengur lengra en birting Stjórnarráðs Íslands á upplýsingum úr málskrá eins og fram kemur í framlögðu minnisblaði. Bæjarfulltrúi L-lista greiddi atkvæði með tillögunni.
Bókun L-lista:
Tillaga Vina Mosfellsbæjar var að Þjónustu- og samskiptadeild gerði tillögu að því hvernig birta mætti með rafrænum hætti upplýsingar úr málaskrá Mosfellsbæjar. Að birta málaskrá fælist í þvi að birta málsnúmer og heiti mála sem skráð eru í málaskrá Mosfellsbæjar.Tillagan var um hvernig birta mætti upp úr málaskránni málsnúmer og heiti, en ekki hvað væri nú þegar birt úr málaskránni í gegnum fundargerðir nefnda og því síður var tillagan um að birta fylgiskjöl eða persónulegar upplýsingar eins höfundum minnisblaðsins er tíðrætt um.
Undirritaður hefði viljað stíga strax það skref að birta fullt yfirlit úr málaskrá Mosfellsbæjar, enda tæknilega auðvelt að framkvæma það. Íbúar, viðskiptavinir og aðrir hagsmunaaðilar hefðu þá yfirlit yfir mál í stjórnsýslu Mosfellsbæjar, yfirlit sem í senn yki upplýsingastreymi og styddi við lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og gæti um leið auðveldað þessum aðilum að óska frekari upplýsinga og aðgangs að einstökum málum óski þeir þess.
Hér er niðurstaðan hins vegar sú, að birta ekki fullt og heilstætt yfirlit úr málaskránni.
Stefán Ómar Jónsson.Bókun D- og V-lista:
Mosfellsbær birtir nú þegar meginhluta erinda sem berast sveitarfélaginu og mála sem verða til innan stjórnsýslunnar.
Tillaga fulltrúa L lista vina Mosfellsbæjar gengur skemur en núverandi fyrirkomlag.Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
5. Rafræn birting helstu daglegra verkefna bæjarstjóra202103573
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Frestað vegna tímaskorts.
6. SSH - starfsreglur og samkomulag202108633
Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram til samþykktar. Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Frestað vegna tímaskorts.
7. Sunnukriki 7202009137
Tillaga um úthlutun lóðarinnar Sunnukrika 7 til ÍSBAND. Samningur við ÍSBAND lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að ganga til samninga við ÍSBAND um úthlutun lóðarinnar Sunnukrika 7 í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög og úthlutunarskilmála. Bæjarstjóra er falið að undirrita fyrirliggjandi samning um úthlutun lóðarinnar.
8. Skólastjórnun Leikskólinn Hlíð og Hlaðhamrar202108818
Kynning á tímabundnu stjórnskipulagi í leikskólunum Hlíð og Hlaðhömrum.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Umsókn um styrk vegna bílastæðis við Mosfell202108678
Erindi Lágafellssóknar, dags. 18. ágúst 2021, þar sem þess er óskað að Mosfellsbær taki þátt í kostnaði við bílastæði við Mosfellskirkju.
Frestað vegna tímaskorts.