Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. ágúst 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
 • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Mið­dals­lína202105275

  Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, vegna lagningar Miðdalslínu, lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila lagn­ingu strengs í jörðu í landi Sól­heima, L123778 og Sól­heima­kotslands, L123779 auk þess að reist verði smá­dreif­istöð í Sól­heima­kotslandi. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi sam­komulag þar um.

 • 2. Aukin heilsu­efl­ing fyr­ir eldri borg­ara202108352

  Tillaga framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og fjölskyldusviðs um aukna heilsueflingu eldri borgara lögð fram samkvæmt tillögu bæjarstjórnar. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að bjóða heilsu­efl­andi nám­skeið fyr­ir eldri borg­ara í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

 • 3. Kæra til ÚUA vegna breytts deili­skipu­lags við Stórakrika 59202106135

  Stórikriki 59 - deiliskipulag kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurður lagður fram til kynningar. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

  Úr­skurð­ur úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála um frá­vís­un máls­ins lagð­ur fram til kynn­ing­ar.

 • 4. Ra­f­rænn að­gang­ur al­menn­ings að mála­skrá Mos­fells­bæj­ar202103572

  Umbeðin umsögn frá forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa, um rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

  Bæj­ar­ráð synj­ar til­lög­unni með tveim­ur at­kvæð­um. Birt­ing úr mála­skrá verði þann­ig með óbreyttu sniði enda er hún að fullu ra­fræn og geng­ur lengra en birt­ing Stjórn­ar­ráðs Ís­lands á upp­lýs­ing­um úr málskrá eins og fram kem­ur í fram­lögðu minn­is­blaði. Bæj­ar­full­trúi L-lista greiddi at­kvæði með til­lög­unni.

  Bók­un L-lista:
  Til­laga Vina Mos­fells­bæj­ar var að Þjón­ustu- og sam­skipta­deild gerði til­lögu að því hvern­ig birta mætti með ra­f­ræn­um hætti upp­lýs­ing­ar úr mála­skrá Mos­fells­bæj­ar. Að birta mála­skrá fæl­ist í þvi að birta máls­núm­er og heiti mála sem skráð eru í mála­skrá Mos­fells­bæj­ar.

  Til­lag­an var um hvern­ig birta mætti upp úr mála­skránni máls­núm­er og heiti, en ekki hvað væri nú þeg­ar birt úr mála­skránni í gegn­um fund­ar­gerð­ir nefnda og því síð­ur var til­lag­an um að birta fylgiskjöl eða per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar eins höf­und­um minn­is­blaðs­ins er tíð­rætt um.

  Und­ir­rit­að­ur hefði viljað stíga strax það skref að birta fullt yf­ir­lit úr mála­skrá Mos­fells­bæj­ar, enda tækni­lega auð­velt að fram­kvæma það. Íbú­ar, við­skipta­vin­ir og að­r­ir hags­muna­að­il­ar hefðu þá yf­ir­lit yfir mál í stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar, yf­ir­lit sem í senn yki upp­lýs­inga­streymi og styddi við lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og gæti um leið auð­veldað þess­um að­il­um að óska frek­ari upp­lýs­inga og að­gangs að ein­stök­um mál­um óski þeir þess.
  Hér er nið­ur­stað­an hins veg­ar sú, að birta ekki fullt og heil­stætt yf­ir­lit úr mála­skránni.
  Stefán Ómar Jóns­son.

  Bók­un D- og V-lista:
  Mos­fells­bær birt­ir nú þeg­ar meg­in­hluta er­inda sem berast sveit­ar­fé­lag­inu og mála sem verða til inn­an stjórn­sýsl­unn­ar.
  Til­laga full­trúa L lista vina Mos­fells­bæj­ar geng­ur skem­ur en nú­ver­andi fyr­ir­komlag.

  Gestir
  • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
 • 5. Ra­fræn birt­ing helstu dag­legra verk­efna bæj­ar­stjóra202103573

  Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.

  Frestað vegna tíma­skorts.

  • 6. SSH - starfs­regl­ur og sam­komulag202108633

   Nýjar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar og nýtt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins lagt fram til samþykktar. Tilnefning tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.

   Frestað vegna tíma­skorts.

   • 7. Sunnukriki 7202009137

    Tillaga um úthlutun lóðarinnar Sunnukrika 7 til ÍSBAND. Samningur við ÍSBAND lagður fram til samþykktar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að ganga til samn­inga við ÍS­BAND um út­hlut­un lóð­ar­inn­ar Sunnukrika 7 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi samn­ings­drög og út­hlut­un­ar­skil­mála. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi samn­ing um út­hlut­un lóð­ar­inn­ar.

   • 8. Skóla­stjórn­un Leik­skól­inn Hlíð og Hlað­hamr­ar202108818

    Kynning á tímabundnu stjórnskipulagi í leikskólunum Hlíð og Hlaðhömrum.

    Frestað vegna tíma­skorts.

    • 9. Um­sókn um styrk vegna bíla­stæð­is við Mos­fell202108678

     Erindi Lágafellssóknar, dags. 18. ágúst 2021, þar sem þess er óskað að Mosfellsbær taki þátt í kostnaði við bílastæði við Mosfellskirkju.

     Frestað vegna tíma­skorts.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25