Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. mars 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ra­f­rænn að­gang­ur al­menn­ings að mála­skrá Mos­fells­bæj­ar202103572

  Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista frá 22. mars 2021, um rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

 • 2. Ra­fræn birt­ing helstu dag­legra verk­efna bæj­ar­stjóra202103573

  Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa L-lista, frá 22. mars 2021, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

 • 3. Starfs­manna­mál - Trún­að­ar­mál202102160

  Starfsmannamál - Trúnaðarmál.

  Nið­ur­staða færð í trún­að­ar­mála­fund­ar­gerð.

  • 4. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2020202103483

   Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2020 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2020 lagður fram til staðfestingar.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2020 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í bæj­ar­stjórn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2020 til fyrri um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

   Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa árs­reikn­ing Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 2020.

  • 5. Hús­bygg­inga­sjóð­ur Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar202002120

   Staðfesting bæjarráðs til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um úthlutun stonframlags til Þroskahjálpar.

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar stað­fest­ir að í fjár­hags­áætlun árs­ins 2021 hef­ur ver­ið áætlað fyr­ir fimm stofn­fram­lög­um til Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar vegna bygg­ing­ar nýs kjarna fyr­ir fatlað fólk.

  • 6. Stofn­fram­lög til HMS vegna kaupa á íbúð­um 2020 og 2021202102342

   Staðfesting bæjarráðs til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um úthlutun stonframlags.

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar stað­fest­ir að í fjár­hags­áætlun árs­ins 2020 var áætlað fyr­ir tveim­ur stofn­fram­lög­um sem og tveim­ur á ár­inu 2021 til að festa kaup á sam­tals fjór­um fé­lags­leg­um leigu­íbúð­um. Stað­fest er að sú um­sókn sem nú ligg­ur fyr­ir hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un snýr að kaup­um á um­rædd­um fjór­um íbúð­um.

  • 7. Krafa um NPA þjón­ustu202011017

   Dómur héraðsdóms i máli vegna NPA samnings lagður fram til kynningar.

   Nið­ur­staða hér­aðs­dóms kynnt fyr­ir bæj­ar­ráði. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að áfrýja mál­inu til Lands­rétt­ar. Lög­manni Mos­fells­bæj­ar er fal­ið að fara með hags­muni Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

  • 8. Skar­hóla­braut 3 - út­hlut­un lóð­ar202103036

   Tillaga um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3 ásamt samþykkt úthlutunarskilmála.

   Frestað vegna tíma­skorts.

   • 9. Íþrótta­hús við Helga­fells­skóla202103584

    Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla.

    Frestað vegna tíma­skorts.

    • 10. Þókn­an­ir not­enda­ráðs um mál­efni fatl­aðs fólks, öld­unga­ráðs og ung­menna­ráðs202103627

     Á 779. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fela bæjarráði að taka til skoðunar þóknun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs.

     Frestað vegna tíma­skorts.

     Sam­þykkt var að fund­ar­boð næsta bæj­ar­ráðs­fund­ar verði sent þriðju­dag­inn 6. apríl vegna páska­leyf­is.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:39