30. mars 2021 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rafrænn aðgangur almennings að málaskrá Mosfellsbæjar202103572
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista frá 22. mars 2021, um rafrænan aðgang almennings að málaskrá Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar.
2. Rafræn birting helstu daglegra verkefna bæjarstjóra202103573
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa L-lista, frá 22. mars 2021, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar.
3. Starfsmannamál - Trúnaðarmál202102160
Starfsmannamál - Trúnaðarmál.
Niðurstaða færð í trúnaðarmálafundargerð.
4. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2020202103483
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2020 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2020 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2020 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2020 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar 2020.
5. Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar202002120
Staðfesting bæjarráðs til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um úthlutun stonframlags til Þroskahjálpar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar staðfestir að í fjárhagsáætlun ársins 2021 hefur verið áætlað fyrir fimm stofnframlögum til Landssamtakanna Þroskahjálpar vegna byggingar nýs kjarna fyrir fatlað fólk.
6. Stofnframlög til HMS vegna kaupa á íbúðum 2020 og 2021202102342
Staðfesting bæjarráðs til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um úthlutun stonframlags.
Bæjarráð Mosfellsbæjar staðfestir að í fjárhagsáætlun ársins 2020 var áætlað fyrir tveimur stofnframlögum sem og tveimur á árinu 2021 til að festa kaup á samtals fjórum félagslegum leiguíbúðum. Staðfest er að sú umsókn sem nú liggur fyrir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun snýr að kaupum á umræddum fjórum íbúðum.
7. Krafa um NPA þjónustu202011017
Dómur héraðsdóms i máli vegna NPA samnings lagður fram til kynningar.
Niðurstaða héraðsdóms kynnt fyrir bæjarráði. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að áfrýja málinu til Landsréttar. Lögmanni Mosfellsbæjar er falið að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í málinu.
8. Skarhólabraut 3 - úthlutun lóðar202103036
Tillaga um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3 ásamt samþykkt úthlutunarskilmála.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Íþróttahús við Helgafellsskóla202103584
Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Þóknanir notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs202103627
Á 779. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fela bæjarráði að taka til skoðunar þóknun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs.
Frestað vegna tímaskorts.
Samþykkt var að fundarboð næsta bæjarráðsfundar verði sent þriðjudaginn 6. apríl vegna páskaleyfis.