Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. nóvember 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bjark­ar­holt 11-19 - upp­bygg­ing202109448

    Lögð eru fram til kynningar skipulagsnefndar drög að aðaluppdráttum og útlitsmyndir fjölbýlishúsanna Bjarkarholts 17 og 19, í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins. Gögnin eru unnin af Guðjóni Magnússyni arkitekt hjá Arkform.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við hug­mynd­ir hönnuð­ar.

  • 2. Reiðstíg­ur við Skip­hól - ósk um fram­kvæmda­leyfi202110425

    Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.

    Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við fram­kvæmd­ir inn­an hverf­is­vernd­ar enda get­ur reiðstíg­ur tal­ist aft­ur­kræf­ur. Skipu­lags­nefnd bend­ir þó á að sam­kvæmt forn­leifa­rann­sókn er Skip­hóll mann­gerð­ur og hef­ur mik­ið minja­gildi. Hóll­inn er skráð­ar minj­ar og frið­að­ur skv. 3. gr. laga um menn­ing­ar­minj­ar nr. 80/2012. 15 metra helg­un­ar­svæði er um merkt­ar minj­ar og skal stíg­ur­inn vera utan þeirra marka. Huga þarf að því við fram­kvæmd­ir að vest­an við hól­inn gætu leynst minj­ar í jörðu og skal þá stöðva verk­ið án taf­ar skv. 2. mgr. 24. gr. sömu laga.
    Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, með fyr­ir­vara um já­kvæða um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar.

    • 3. Brú­arfljót 5 - deili­skipu­lags­breyt­ing202111063

      Borist hefur erindi frá Sveinbirni Jónssyni, f.h. Tungumela ehf. lóðarhafa að Brúarljóti 5, dags. 02.11.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna innkeyrslna lóðarinnar.

      Skipu­lags­nefnd ger­ir at­huga­semd­ir við stað­setn­ingu inn­keyrslna. Skipu­lags­nefnd bend­ir á að inn­keyrsl­ur skulu standast á við að­r­ar inn­keyrsl­ur lóða á Tungu­mel­um í sam­ræmi við gild­andi deili­skipu­lag. Með fyr­ir­vara um breyt­ing­ar sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    • 4. Stórikriki 59-61, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.202006489

      Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Pallar og menn ehf vegna nýbyggingar parhúss við Stórakrika 59-61. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 453. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða deiliskipulagsins. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að mál­ið skuli með­höndlað sem óveru­legt frá­vik skipu­lags í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, vegna lög­un­ar lóð­ar og bygg­ing­ar­reits. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.

    • 5. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur - End­ur­skoð­un um bland­aða byggð til 2040202010203

      Borist hefur bréf frá Reykjavíkurborg, dags. 28.10.2021, vegna staðfestingu á samþykktri aðalskipulagsbreytingu Reykjavíkur 2040. Meðfylgjandi eru svör við athugasemdum Mosfellsbæjar frá 16.08.2021.

      Lagt fram og kynnt.

    • 6. Kæra til ÚUA vegna ákvörð­un­ar bygg­inga­full­trúa vegna Leiru­tanga 10202110356

      Lögð er fram til kynningar kæra í máli nr. 159/2021 til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vegna samþykktar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar á byggingaráformum fyrir Leirutanga 10.

      Lagt fram og kynnt.

    Fundargerð

    • 7. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 451202110010F

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 7.1. Bugðufljót 13, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201805122

        Bugðufljót 3 ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 7.2. Grund­ar­tangi 32-36 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202108233

        Sól­ey Rut Jó­hanns­dótt­ir Grund­ar­tanga 36 sæk­ir, fyr­ir hönd eig­enda Grund­ar­tanga 32-36, um leyfi til hækk­un­ar þaks og breyt­inga innra skipu­lags ris­hæð­ar rað­húsa á lóð­inni Grund­ar­tangi nr.32-36, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi var grennd­arkynnt. At­huga­semda­frest­ur var frá 10.03.2021 til og með 09.04.2021., eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Stærð­ir eft­ir breyt­ingu:
        Grund­ar­tangi 32: Íbúð 106,1 m², 237,27 m³.
        Grund­ar­tangi 34: Íbúð 135,2 m², 340,4 m³.
        Grund­ar­tangi 36: Íbúð 106,4 m², 229,8 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 7.3. Liljugata 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202109583

        Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu fimm íbúða rað­hús á einni hæð á lóð­inni Liljugata nr. 9-17, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir hús nr. 9: Íbúð 106,7 m², 295,43 m³.
        Stærð­ir hús nr. 11: Íbúð 106,7 m², 302,25 m³.
        Stærð­ir hús nr. 13: Íbúð 106,7 m², 302,25 m³.
        Stærð­ir hús nr. 15: Íbúð 106,7 m², 302,25 m³.
        Stærð­ir hús nr. 17: Íbúð 106,7 m², 295,43 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 7.4. Reykja­hvoll 14 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106333

        Gréta Sig­ur­borg Guð­jóns­dótt­ir Sól­valla­götu 6 Reykja­nes­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með ris­hæð ásamt stak­stæðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 14 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
        Íbúð 177,0 m², 433,38 m³. Bíl­geymsla 40,0 m², 117,49 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 452202110028F

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        • 8.1. Desja­mýri 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202108131

          HDE ehf. Þórð­ar­sveig 20 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr lím­tré og PIR sam­loku­ein­ing­um at­vinnu­hús­næði með 22 eign­ar­hlut­um á lóð­inni Desja­mýri nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 1.799,4 m², 7054,6 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 8.2. Laxa­tunga 131 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202109411

          Ný­bygg­ing­ar og við­hald ehf. Kvísl­artungu 33 sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um sam­loku­ein­ing­um einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Laxa­tunga nr. 131, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 199,7 m², bíl­geymsla 37,2 m², 794,7 m³.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 8.3. Í Mið­dalsl 125323 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202109051

          Mar­grét Sæ­berg Þórð­ar­dótt­ir sæk­ir um leyfi til nið­urrifs og förg­un­ar geymslu á frí­stundalóð Í Mið­dalslandi, land­núm­er 125323. Fyr­ir ligg­ur tíma­bund­ið starfs­leyfi Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 8.4. Fyr­ir­spurn vegna hækk­un bíl­skúrs við Suð­urá (landnr. 123758) 202110133

          Þröst­ur Sig­urðs­son Suð­urá - fyr­isp­urn vegna hækk­un­ar þaks vélageymslu sam­kvæmt með­fylgj­andi gögn­um.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Lagt fram.

        • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 453202111006F

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 9.1. Leir­vogstunga 39 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202109627

            Hall­ur Birg­is­son Rjúpna­söl­um 14 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með auka íbúð og inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Leir­vogstunga nr. 39, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: Íbúð 389,7 m², bíl­geymsla 41,4 m², 1.406,1 m³.

            Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.2. Liljugata 19-25 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202110140

            Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu fjög­urra íbúða rað­hús á einni hæð á lóð­inni Liljugata nr. 19-25, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

            Stærð­ir hús nr. 19: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
            Stærð­ir hús nr. 21: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
            Stærð­ir hús nr. 23: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
            Stærð­ir hús nr. 25: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.

            Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.3. Stórikriki 59-61, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 202006489

            Pall­ar og menn ehf. Mark­holti 17 sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Litlikriki nr. 59-61, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir lóð nr. 59 : Íbúð 208,3 m², bíl­geymsla 32,4 m², 674,62 m³.
            Stærð­ir lóð nr. 61 : Íbúð 211,8 m², bíl­geymsla 38,5 m², 762,92 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:15