5. nóvember 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjarkarholt 11-19 - uppbygging202109448
Lögð eru fram til kynningar skipulagsnefndar drög að aðaluppdráttum og útlitsmyndir fjölbýlishúsanna Bjarkarholts 17 og 19, í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins. Gögnin eru unnin af Guðjóni Magnússyni arkitekt hjá Arkform.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við hugmyndir hönnuðar.
2. Reiðstígur við Skiphól - ósk um framkvæmdaleyfi202110425
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdir innan hverfisverndar enda getur reiðstígur talist afturkræfur. Skipulagsnefnd bendir þó á að samkvæmt fornleifarannsókn er Skiphóll manngerður og hefur mikið minjagildi. Hóllinn er skráðar minjar og friðaður skv. 3. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. 15 metra helgunarsvæði er um merktar minjar og skal stígurinn vera utan þeirra marka. Huga þarf að því við framkvæmdir að vestan við hólinn gætu leynst minjar í jörðu og skal þá stöðva verkið án tafar skv. 2. mgr. 24. gr. sömu laga.
Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfisnefndar.3. Brúarfljót 5 - deiliskipulagsbreyting202111063
Borist hefur erindi frá Sveinbirni Jónssyni, f.h. Tungumela ehf. lóðarhafa að Brúarljóti 5, dags. 02.11.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna innkeyrslna lóðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við staðsetningu innkeyrslna. Skipulagsnefnd bendir á að innkeyrslur skulu standast á við aðrar innkeyrslur lóða á Tungumelum í samræmi við gildandi deiliskipulag. Með fyrirvara um breytingar samþykkir skipulagsnefnd að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Stórikriki 59-61, umsókn um byggingarleyfi.202006489
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Pallar og menn ehf vegna nýbyggingar parhúss við Stórakrika 59-61. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 453. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða deiliskipulagsins. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd samþykkir að málið skuli meðhöndlað sem óverulegt frávik skipulags í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna lögunar lóðar og byggingarreits. Byggingarfulltrúa er því heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
5. Aðalskipulag Reykjavíkur - Endurskoðun um blandaða byggð til 2040202010203
Borist hefur bréf frá Reykjavíkurborg, dags. 28.10.2021, vegna staðfestingu á samþykktri aðalskipulagsbreytingu Reykjavíkur 2040. Meðfylgjandi eru svör við athugasemdum Mosfellsbæjar frá 16.08.2021.
Lagt fram og kynnt.
6. Kæra til ÚUA vegna ákvörðunar byggingafulltrúa vegna Leirutanga 10202110356
Lögð er fram til kynningar kæra í máli nr. 159/2021 til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) vegna samþykktar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar á byggingaráformum fyrir Leirutanga 10.
Lagt fram og kynnt.
Fundargerð
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 451202110010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7.1. Bugðufljót 13, Umsókn um byggingarleyfi 201805122
Bugðufljót 3 ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 13, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.2. Grundartangi 32-36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108233
Sóley Rut Jóhannsdóttir Grundartanga 36 sækir, fyrir hönd eigenda Grundartanga 32-36, um leyfi til hækkunar þaks og breytinga innra skipulags rishæðar raðhúsa á lóðinni Grundartangi nr.32-36, í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt. Athugasemdafrestur var frá 10.03.2021 til og með 09.04.2021., engar athugasemdir bárust. Stærðir eftir breytingu:
Grundartangi 32: Íbúð 106,1 m², 237,27 m³.
Grundartangi 34: Íbúð 135,2 m², 340,4 m³.
Grundartangi 36: Íbúð 106,4 m², 229,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.3. Liljugata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109583
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fimm íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Liljugata nr. 9-17, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 9: Íbúð 106,7 m², 295,43 m³.
Stærðir hús nr. 11: Íbúð 106,7 m², 302,25 m³.
Stærðir hús nr. 13: Íbúð 106,7 m², 302,25 m³.
Stærðir hús nr. 15: Íbúð 106,7 m², 302,25 m³.
Stærðir hús nr. 17: Íbúð 106,7 m², 295,43 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.4. Reykjahvoll 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106333
Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir Sólvallagötu 6 Reykjanesbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með rishæð ásamt stakstæðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 14 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Íbúð 177,0 m², 433,38 m³. Bílgeymsla 40,0 m², 117,49 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 452202110028F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.1. Desjamýri 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108131
HDE ehf. Þórðarsveig 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr límtré og PIR samlokueiningum atvinnuhúsnæði með 22 eignarhlutum á lóðinni Desjamýri nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.799,4 m², 7054,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.2. Laxatunga 131 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109411
Nýbyggingar og viðhald ehf. Kvíslartungu 33 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum samlokueiningum einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 131, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 199,7 m², bílgeymsla 37,2 m², 794,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.3. Í Miðdalsl 125323 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109051
Margrét Sæberg Þórðardóttir sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar geymslu á frístundalóð Í Miðdalslandi, landnúmer 125323. Fyrir liggur tímabundið starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
8.4. Fyrirspurn vegna hækkun bílskúrs við Suðurá (landnr. 123758) 202110133
Þröstur Sigurðsson Suðurá - fyrispurn vegna hækkunar þaks vélageymslu samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 453202111006F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Leirvogstunga 39 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109627
Hallur Birgisson Rjúpnasölum 14 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með auka íbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr. 39, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 389,7 m², bílgeymsla 41,4 m², 1.406,1 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.2. Liljugata 19-25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110140
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fjögurra íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Liljugata nr. 19-25, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 19: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
Stærðir hús nr. 21: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
Stærðir hús nr. 23: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
Stærðir hús nr. 25: Íbúð 106,7 m², 368,1 m³.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.3. Stórikriki 59-61, umsókn um byggingarleyfi. 202006489
Pallar og menn ehf. Markholti 17 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Litlikriki nr. 59-61, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir lóð nr. 59 : Íbúð 208,3 m², bílgeymsla 32,4 m², 674,62 m³.
Stærðir lóð nr. 61 : Íbúð 211,8 m², bílgeymsla 38,5 m², 762,92 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.